fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sólarljós kveikti í vínberjarklasa í skál frá Ikea

Ikea á Íslandi mun bíða eftir rannsókn – Getur gerst með glansandi nýja stálmuni

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíinn Richard Walter sat í garðinum hjá sér á sólríkum degi með skál af vínberjum sér við hlið þegar hann fann allt í einu brunalykt. Fyrst hélt hann að lyktin kæmi frá grillveislu nágrannans en svo sá hann að að það voru vínberin sem voru að sviðna.

Í viðtali við Aftonbladet segir Walter: „Ég sá brunann í vínberjaskálinni og hugsaði með mér hvernig þetta væri mögulegt. Svo sá ég punkt þar sem ljósið hitti greinarnar á vínberjaklasanum og sá að þar byrjaði þetta…. Ímyndið ykkur ef skálin væri skilin eftir í glugga með gluggatjöldum. Þið sjáið hvað getur gerst.“

Rannsókn verður gerð

Skálin er af gerðinni Blanda blank, úr ryðfríu stáli, og er til dæmis seld hér á Íslandi í nokkrum stærðum. Emil Eriksson, talsmaður Ikea í Svíþjóð, segist taka málið mjög alvarlega og að rannsókn verði gerð á skálinni.

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri Ikea á Íslandi, segir að þetta geti gerst með ýmsa stálmuni, sérstaklega ef þeir eru nýir og glansandi eins og skálin í myndbandinu virðist vera. Eftir notkun og þvott mattast skálin og þá minnkar endurvarp sólarinnar frá henni. Hann sagði jafnframt að Ikea á Íslandi myndu ekki taka skálina úr sölu fyrr en heyrst hefði í höfuðstöðvunum í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum