fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Slysið rakið til þreytu

Lögregla kom að meðvitundarlausum ökumanni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem voru í eftirlitsferð á Vestfjörðum aðfaranótt laugardags óku fram á bifreið sem hafði verið ekið á gangnavegg Vestfjarðarganga.

Í dagbók lögreglu kemur fram að þetta hafi verið um hálf fjögur leytið aðfaranótt laugardags, en að sögn lögreglu var ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, meðvitundarlaus og með áverka, en þó ekki lífshættulega.

Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang og tækjabíll slökkviliðsins, en ökumaðurinn var fastur í bifreiðinni. Hann komst fljótlega til meðvitundar en reyndist hafa lærbeinsbrotnað í slysinu.

Að sögn lögreglu bendir allt til þess að tildrög slyssins megi rekja til þreytu og syfju. Hann var spenntur í öryggisbelti og öryggispúðar bifreiðarinnar virkuðu sem skyldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“