fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dómur fanganna styttur eftir hetjudáð

Hvarflaði aldrei að þeim að strjúka eftir hjartaáfall fangavarðar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 05:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex fangar sem afplána fangelsisdóma í Georgíuríki í Bandaríkjunum fá dóma sína stytta eftir að hafa bjargað lífi fangavarðar í fangelsinu.

Fangarnir sem um ræðir voru að vinna við að slá gras í kirkjugarði skammt frá fangelsinu þegar fangavörðurinn, sem átti að gæta þeirra, hneig skyndilega niður. Steikjandi hiti var á svæðinu þennan dag, 12. júní síðastliðinn. Síðar kom í ljós að fangavörðurinn hafði fengið hjartaáfall en honum hafði liðið einkennilega fyrr um daginn og kennt sér meins í brjósti.

Fangarnir brugðust skjótt við, nokkrir úr hópnum gripu til skyndihjálpar og beittu hjartahnoði á meðan hinir fóru og sóttu hjálp. Sjúkraflutningamenn komu svo á staðinn og fluttu fangavörðinn á sjúkrahús þar sem hann er á batavegi. „Hann hneig skyndilega niður og það var augljóst að hann átti erfitt með að anda,“ segir einn fanganna.

Fangavörðurinn var einn með sexmenningana í sinni umsjá og hefðu fangarnir hæglega getað strokið. Fangabifreið, bíllyklar og byssa fangavarðarins voru steinsnar frá þeim. Í samtali við WKYC-sjónvarpsstöðina segja þeir að það hafi aldrei hvarflað að þeim að strjúka eða gera eitthvað sem þeir áttu ekki að gera. Þarna hafi mannslíf verið í húfi.

Fangelsismálayfirvöld hafa ákveðið að verðlauna fangana fyrir skjót viðbrögð. Fá þeir fjórðung þess dóms sem þeir hlutu niðurfelldan. Þetta þýðir til dæmis að fangi sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fær sex mánuði fellda niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“