fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Til ykkar sem tóku þátt í eineltinu: Ykkur tókst að láta hana finnast hún einskis virði“

Foreldrar stúlku sem svipti sig lífi ásaka eineltisgerendur – Sjáðu Facebook-síðuna hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2017 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda 15 ára stúlku í Bedford, Pennsylvaniu, sem hengdi sig mánudaginn 19. júní, hefur sent frá sér sláandi skilaboð til skólafélaga hennar sem fólkið sakar um að hafa lagt hana í einelti. Í dánartilkynningu um Sadie Riggs sem birtist á netinu segir meðal annars að fjölskyldan vilji koma ákveðnum upplýsingum á framfæri til að kveða niður orðróm um andlát hennar:

„Já, Sadie tók eigið líf, hún hengdi sig. Það er erfitt að skilja hvernig svona ung manneskja getur verið svo örvingluð. Sadie leitaði sér hjálpar, fékk ráðgjöf og lyf, en þessi unga sál höndlaði ekki allt sem á hana var lagt.“

Fjölskyldan sendir síðan hvöss skilaboð til meintra eineltisgerenda:
„Til ykkar sem tóku þátt í eineltinu: Ykkur tókst að láta hana finnast hún einskis virði. Við viljum láta ykkur vita að þó að við fyrirlítum framferði ykkar þá munum við aldrei óska þess að þið eigið eftir að upplifa þann lamandi sársauka sem heltekur okkur, sársauka sem er svo ákafur að hann gerir okkur erfitt fyrir að draga andann.“

Sadie Riggs - falleg stúlka. (Mynd af Facebook-síðunni).
Sadie Riggs – falleg stúlka. (Mynd af Facebook-síðunni).

Minningarsíða um Sadie hefur verið sett upp á Facebook:
Minningarsíða um Sadie

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu