fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fólk reyndi að ná sér í ókeypis bensín með hræðilegum afleiðingum

Yfir 140 látnir og yfir 100 særðir eftir sprengingu í olíutankbíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2017 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegur harmleikur átti sér stað í borginni Bahawalpur í austurhluta Pakistan. Bílstjóri olíutankbíl missti stjórn á bílnum og fór út af veginum. Harmleikurinn varð í kjölfar þess að hópur íbúa þusti að bílnum og ætlaði að verða sér úti um frítt eldsneyti þar sem mikill leki var úr olíutankinum.

Bílstjórinn varaði fólkið við en það skeytti engu um viðvaranirnar. Í sprengingunni létust í það minnsta 140 manns og yfir 100 voru fluttir á sjúkrahús.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Punjab-héraði vegna atburðarins. Margir af þeim sem fluttir voru til aðhlynningar á sjúkrahúsi voru með yfir 70% bruna.

Nánar um málið á vef CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu