fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fimm ára drengur hvarf sporlaust í apríl: Núna hefur faðirinn verið handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. júní 2017 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aprílmánuði síðastliðnum fannst Aramazd Andressian, 35 ára gamall maður, meðvitundarlaus í almenningsgarði nálægt Pasadena í Kaliforníu, og var fluttur á sjúkrahús. Bíll mannsins fannst á bílastæði í nágrenni garðsins og var bíllinn allur útataður í bensíni. Sonur mannsins, fimm ára gamall, var horfinn.

Barnsmóðir Adressian, en þau eru fráskilin, hafði þann 22. Apríl samband við lögregluna og tilkynnti um hvarf sonar síns. Sagði hún að faðir drengsins hefði farið með henn í Disneyland skemmtigarðinn og ekki skilað honum til baka. Drengurinn hefur ekki fundist eftir þetta og síðast sást hann á öryggismyndavél í Disneylandi að kvöldi 20. apríl.
Sex dögum eftir hvarf sonar síns birti Andressian tilkynningu þar sem hann bað almenning um að liðsinna sér: „Mér er mikið í mun að finna son minn og nafna minn, Aramazd Jr, og ég þarf hjálp frá almenningi. Ég bið og vona að barnið mitt snúi aftur heilt á húfi,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu.

Adressian kunni ekki skýringu á því hvers vegna hann fannst meðvitundalaus úti í almenningsgarðinum. Hann segist hafa misst minnið en telur líklegt að ráðist hafi verið á þá feðga.

Í maímánuði leitaði lögreglan að vísbendingum á heimili móður drengsins og hafði á brott með sér þaðan nokkra hluti, en ekki hefur verið uppgefið hverjir þeir voru.

Aramazd Andressian, hefur verið handtekinn, grunaður um morð á syni sínum
Aramazd Andressian, hefur verið handtekinn, grunaður um morð á syni sínum

Nýjustu fréttirnar í þessu dularfulla máli eru síðan þær að Andressian hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð á syni sínum. Var Andressian staddur í Las Vegas er lögregla handtók hann, en hann verður fluttur í heimahérað sitt, Los Angeles sýslu, innan tíðar, þar sem hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum nema hann reiði fram 10 milljón dollara tryggingu.

Drengurinn hefur hins vegar ekki fundist, hvorki lífs né liðinn, en víðtæk leit var gerð í almenningsgarðinum þar sem Andressian fannst meðvitundarlaus.

Ekki hefur komið fram hvaða sönnunargögn það eru sem leitt hafa til handtöku Andressian. Hann var þegar í upphafi grunaður um að vera valdur að hvarfi drengsins en lögregla taldi sig þá ekki hafa í höndum nægar sönnunargögn til að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar.

Nánar má lesa um málið á Huffington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi