fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Facebook herðir reglur um myndanotkun

Aðgerðin miðar að því að stemma stigu við auðkennisþjófnaði

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Facebook hafa ákveðið að hefja tilraun sem gerir fólki erfiðara fyrir að afrita forsíðumyndir, eða svokallaðar profile-myndir, af samfélagsmiðlinum.

Tilraunin mun hefjast í Indlandi og ef hún reynist vel gæti vel farið svo að hún muni ná til fleiri landa. Tilgangurinn er sá að gefa notendum meira vald yfir sínum myndum og stemma stigu við því að myndirnar séu misnotaðar eða notaðar án leyfis.

Í frétt breska blaðsins Mirror kemur fram að Indland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar er auðkennisþjófnaður tiltölulega algengur. Aarati Somen, einn af vörustjórum Facebook, segir við Mirror að þar í landi séu mýmörg dæmi um konur sem þora ekki að birta andlitsmyndir af sér af hættu við að þær endi í röngum höndum.

Aðgerðir Facebook fela meðal annars í sér að ekki verður hægt að hlaða forsíðumyndunum niður eða deila þeim í gegnum Facebook Messenger. Þá verður ekki hægt að taka skjáskot af myndunum, að minnsta kosti ekki í símum frá Android fyrst um sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu