fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vændiskonur stilla sér upp með íslenskum dagblöðum: Meint karlhóra kom af fjöllum

Vændisauglýsingar á vefsíðunni City of Love hafa aukist talsvert

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 23. júní 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færst hefur í aukanna að vændiskonur á vefsíðunni City of Love sanni að þær séu á Íslandi með því að stilla sér upp með íslenskum dagblöðum. Með því sanni þær að myndirnar af þeim séu raunverulegar og þær séu jafnframt á landinu.

Auglýsingar á vefsíðunni hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þó talsvert sé um það að sama konan sé með margar auglýsingar. Auglýsingarnar eru nú tæplega fimm hundruð talsins, en líkt og fyrr segir er algengt að sama konan sé jafnvel með allt að tíu auglýsingar. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja annað en um sprengingu í auglýsingum á vændi sé að ræða því í lok árs 2015 voru auglýsingarnar einungis tæplega hundrað talsins, samkvæmt frétt mbl.is frá þeim tíma.

Lögregla ræðir við konurnar

RÚV fjallaði ítarlega um síðuna á dögunum og var haft eftir Snorra Birgissyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sterk tengsl væru á milli fjölgunar ferðamanna og starfsemi vændiskvenna. Snorri sagði að lögreglan hefði reglulega samband við konurnar sem auglýsa á síðunni. Þeim væri kynnt vændislöggjöfin á Íslandi og hvaða úrræði séu í boði fyrir þolendur mansals. Sala á vændi er lögleg á Íslandi en milliganga þess og kaup eru ólögleg.

Snorri Birgisson segir að þegar lögreglu berist tilkynning um vændi sé ávallt kannað hvort um mansal geti verið að ræða.
Sérfræðingur í mansali Snorri Birgisson segir að þegar lögreglu berist tilkynning um vændi sé ávallt kannað hvort um mansal geti verið að ræða.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Snorri Birgisson, sem er sérfræðingur í mansali, sagði í viðtali við Vísi í október að þegar lögreglu berist tilkynning um vændi sé ávallt kannað hvort um mansal geti verið að ræða. Hann segir að á Íslandi sé aukin vitundarvakning um mansal og vændi.

Ábyrgð neytenda

Í umfjöllun Kvennaathvarfsins um mansal og vændi er bent á ábyrgð neytenda vændis í þessu samhengi. „Margir karlar lifa í þeirri blekkingu að hægt sé að greina á milli þess hvaða konur eru seldar mansali og hvaða konur eru í vændi af „fúsum og frjálsum vilja“.

„Kona sem ber harminn utan á sér er ekki góð söluvara og oft liggur líf og heilsa þeirra við að afla sem mestra tekna. Að sjálfu leiðir að kúnninn fær þá ímynd sem hann sjálfur kýs og getur sannfært sig um að hann eigi í viðskiptasambandi á jafnréttisgrundvelli,“ segir í umfjölluninni.

Reynslusögur á Facebook

Síðasta sumar vakti nýr íslenskur Facebook-hópur, Umsagnir um vændiskonur, talsverða athygli. Þar komu meðlimir saman og gáfu vændiskonum umsagnir, líkt og nafnið gefur til kynna. „Þetta er grúppa fyrir bæði kaupendur og seljendur vændis til að gefa og lesa umsagnir um þau viðskipti sem hafa átt sér stað,“ sagði í lýsingu hópsins. Hópnum var lokað fyrir þremur dögum og er nú ekki hægt að gera nýjar færslur í honum, þó enn megi sjá gamlar færslur. Um tólf hundruð manns eru enn í hópnum.

Stór partur af umræðum innan hópsins var að sannreyna hvort auglýst vændi stæðist skoðun. DV fjallaði um þennan hóp í fyrra og sagði Snorri Birgisson þá að seljendur vændis hefðu fært sig í auknu mæli á samfélagsmiðla svo Facebook og Tinder.

Deila hefndarklámi og ræða vændiskonur

Fyrr í dag fjallaði Vísir um spjallsíðuna Chansluts en líkt og á fyrrnefndri Facebook-síðu eru þar umræður um vændiskonur á Íslandi. Ítrekað hefur verið fjalla um þá síðu í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en þar deila óprúttnir aðilar nektarmyndum af íslenskum stúlkum, nær alltaf í óþökk þeirra.

Stundin greindi frá því í fyrra að einn notandi síðunnar hafi óskað eftir nektarmyndbandi af Júlíu Birgisdóttur sem fjallað var um í Kastljósinu. Hún varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við tók upp myndband af henni er þau voru saman og deildi því á netinu.

Karlmaður skráður undir fullu nafni

Athygli vekur að einn íslenskur karlmaður er skráður á City of Love undir fullu nafni. DV heyrði í honum hljóðið og kom hann af fjöllum. Maðurinn kannast ekkert við að gera sig út í vændi, þrátt fyrir að auglýsing hans hafi verið á síðunni í um mánuð. „Þetta hlýtur að vera einhver að gera at. Það hefur enginn hringt í mig,“ segir maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu