fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Össur Skarphéðinsson stofnar byggingafyrirtæki

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. júní 2017 04:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur stofnað byggingafyrirtæki. Össur sat á þingi á árunum 1991 til 2016 en virðist nú hafa fundið sér nýjan starfsvettvang.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Össur hafi stofnað DESHÚS byggingafélag ehf. ásamt Þórarni Magnússyni, fyrrverandi formanni Verkfræðingafélags Íslands og Einari Karli Haraldssyni. Össur er skráður sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins.

Fréttablaðið segir frá því að Össur hafi sótt um sex lóðir í Reykjanesbæ og er vísað í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þess efnis. Tilgangur félagsins er almenn byggingastarfsemi og er einkum horft til lítilla og meðalstórra íbúða í þeim efnum. Ekki er búið að ákveða hvort Össur, eða fyrirtæki hans, fái lóðirnar þar sem fleiri sóttu um. Hlutkesti fer fram á næstunni.

Að sögn Fréttablaðsins baðst Össur undan viðtali þegar haft var samband við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga