fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Eldri feður eignast gáfaðri drengi en þeir eru líka meiri nördar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsókna sýna að eftir því sem feður eru eldri þeim mun meiri líkur eru á að drengir sem þeir eignast séu mjög greindir en þessu fylgir að það eru meiri líkur á að þeir verið nördar.

Það eru því ákveðnir kostir sem fylgja því að feður séu komnir nokkuð áleiðis á lífsleiðinni þegar þeir eignast drengi nema auðvitað þeim hrjósi hugur við að meiri líkur séu á að eignast syni sem verða nördar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Translational Psychiatry á þriðjudaginn. Niðurstöðurnar benda til að það sé þróunarlegur ávinningur fyrir karla að eignast drengi seint á lífsleiðinni.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, rannsökuðu 30.000 tvíbura. Drengir sem áttu gamla feður fengu fleiri stig á nördaskalanum og þeim mun eldri sem faðirinn var þeim mun fleiri stig fékk barnið. En þetta á aðeins við um drengina ekki var að sjá að þetta hefði nein áhrif á stúlkurnar. Ef feðurnir voru eldri en 45 ára þegar synirnir fæddust þá fengu drengirnir fleiri stig á nördaskalanum en aðrir.

Þegar drengirnir voru 12 ára reyndust þeir vera greindari en jafnaldrar þeirra sem eiga unga feður, þeir voru einbeittari hvað varðar áhugamál sín og höfðu minni áhyggjur af hvernig þeir féllu í hópinn með jafnöldrum sínum.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á ókosti þess að feðurnir séu komnir vel áleiðis í lífshlaupinu þegar þeir eignast börn en fáar rannsóknir hafa fjallað um kosti þess.

Í skóla stóðu drengirnir sig almennt betur en þau börn sem eiga yngri feður og þá sérstaklega í náttúrufræðitengdum fögum.

En það eru ákveðnir veikleikar í rannsókninni því ekki er hægt að útiloka neikvæð áhrif þess að fá mörg stig á nördaskalanum, til dæmis verri félagslega færni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf