fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Fjögurra ára drengur lifði af fjögurra daga vist í skógi sem er fullur af björnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. júní hvarf fjögurra ára drengur frá fjölskyldu sinni þegar hún var í útilegu í skógi nærri Úralfjöllum í Rússlandi. Í skóginum er mikill fjöldi bjarna og annarra dýra og töldu flestir að drengurinn myndi aldrei finnast á lífi. En fjórum dögum eftir að hann týndist fannst hann á lífi eftir umfangsmikla leit sem 500 manns tóku þátt í.

Telegraph skýrir frá þessu. Þar segir að drengurinn, Dmitry Peskov, hafi verið að leita að eldivið með föður sínum þegar hann varð þreyttur og spurði hvort hann mætti fara aftur í tjald þeirra sem var í um 100 metra fjarlægð.
Faðirinn leyfði honum það en það liðu sem sagt fjórir dagar áður en hann sá son sinn aftur.

Dmitry fannst 14. júní í mýrlendi en þá voru um 500 manns, aðallega sjálfboðaliðar, við leit. Fundarstaðurinn er marga kílómetra frá staðnum þar sem fjölskyldan hafði tjaldað.

Dmitry neitaði í fyrstu að tala en síðan kom í ljós að hann hafði borðað gras og drukkið úr pollum til að lifa af. Á meðan á leitinni stóð fundu leitarmenn mörg nýleg spor eftir birni og því var óttast að Dmitry hefði orðið björnum að bráð.

Dmitry var fluttur með þyrlu á næsta sjúkrahús en hann var með sár og þjáðist af vökvaskorti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt