fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Taldi sig hafa unnið rúma fjóra milljarða en þá kom áfallið

„Það er búið að fara mjög illa með mig,“ segir Katrina Bookman

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er búið að fara mjög illa með mig,“ segir Katrina Bookman, bandarísk kona, sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn og rúmlega það í fyrrasumar.

Katrina þessi átti leið um Resorts World-spilavítið í New York í ágúst í fyrra þegar hún ákvað að freista gæfunnar í spilakassa í spilavítinu. Hún skellti nokkrum smáaurum í peningaraufina og fyrr en varði gaf kassinn henni merki um að hún hefði unnið þann stóra.

Á kassanum kom fram að hún hefði unnið tæplega 43 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma fjóra milljarða króna. Aldrei áður hefur jafn há upphæð unnist í slíkum spilakassa í Bandaríkjunum.

Fékk steik og smáaura

Katrina gaf sig að sjálfsögðu fram við fulltrúa spilavítisins en þá kom fyrsta áfallið. Starfsmenn sögðu henni að koma daginn eftir því þá myndi ákvörðun um það, hvort hún fengi borgað, liggja fyrir.

Þegar hún kom daginn eftir kom annað áfallið. Hún fékk þau skilaboð að spilakassinn hefði augljóslega verið bilaður og buðu forsvarsmenn spilavítisins henni smánarlegar sárabætur: Hún fengi endurgreidda þá 2,25 dollara sem hún setti í kassann og steik á veitingastað spilavítisins.

„Þú getur ekki sagt að eitthvað sé bilað þó þú viljir að það sé bilað.“

Stefnir spilavítinu

Katrina var að sjálfsögðu óhress með þetta og á miðvikudag lagði hún, ásamt lögmanni sínum, fram stefnu í málinu þar sem hún krefst þess að fá vinninginn greiddan. Forsvarsmenn spilavítisins segja að spilakassinn hafi verið bilaður og á honum séu skilaboð á þá leið að vinningar séu ekki greiddir út í slíkum tilfellum.

Lögmaður Katrinu, Alan Ripka, segir hins vegar að ekkert hafi bent til þess að kassinn væri bilaður; ljós hafi blikkað með tilheyrandi hávaða þegar hún vann þann stóra og allt hafi verið eins og það á að vera. Þá tók hún mynd af sér við skjáinn þar sem stendur skýrum stöfum að hún hefði unnið 42.949.672.76 Bandaríkjadali.

Sambærilegt mál í Iowa

Ripka segir við New York Daily News að útskýringar spilavítisins séu hlægilegar. „Þú getur ekki sagt að eitthvað sé bilað þó þú viljir að það sé bilað.“ Katrina þarf þó líklega að hafa lukkudísirnar á sínum snærum ef henni á að takast að fá vinninginn greiddan. Árið 2011 kom sambærilegt mál upp í Iowa sem varðaði 87 ára konu. Hún taldi sig hafa unnið 42 milljónir Bandaríkjadala í spilakassa en fékk vinninginn ekki greiddan vegna „bilunar“ í spilakassanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala