fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Steve Jobs vildi ekki iPhone

Sagan magnaða um það hvernig iPhone varð að veruleika

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. júní næstkomandi verða 10 ár síðan snjallsíminn iPhone kom fyrst á markað. Í tilefni þess ákvað Brian Merchant, ritstjóri tæknivefritsins Motherboard, að rannsaka og gefa út bók um tilurð iPhone.

Árið 2001 var tónhlaðan iPod kynnt til sögunnar en aðeins Mac-notendur gátu nýtt sér hana því að hugbúnaðurinn iTunes var bundinn við Mac. Tveimur árum síðar var opnað á PC-tölvur og þar með rauk salan á iPod upp og Apple varð að svalasta tæknifyrirtæki heims.

Næsta skref var auðvitað að búa til snjallsíma þar sem sú bylting var að hefjast. En Steve Jobs, stjórnarformaður Apple, var tregur í taumi og hafði enga trú á snjallsímunum. Ástæðan var tvíþætt. Annars vegar sú að Apple hefði gengið illa í samskiptum við fjarskiptafyrirtæki á borð við AT&T og Verizon. Hins vegar þá hafði hann einfaldlega ekki trú á vinsældum snjallsímana, þ.e. að það yrðu aðeins nördar sem notuðu þá.

Vænisjúkur Jobs

Starfsfólk Apple var að miklu leyti óánægt með þá snjallsíma sem voru þegar á markaðinum og margir töldu að Apple yrði að „laga“ vandamálið. Um tíma leit út fyrir að Apple og Motorola myndu fara í samstarf um að búa til síma, en ekkert varð úr því. Mike Bell, sem vann að Motorola-verkefninu, var einn af þeim sem hvöttu Jobs ákaft í að búa til eigin síma og þeir deildu um það lengi. Í árslok 2004 lét Jobs loks undan og ákvað að setja saman teymi til að vinna að gerð iPhone.

Enginn mátti samt vita hvað var í gangi. Helstu verkfræðingum Apple var boðið að taka þátt í leyniverkefni, þeim var gert ljóst að einkalíf þeirra myndi hljóta skaða af en einnig að verðlaunin yrðu mikilfengleg. Jobs var mjög vænisjúkur um að þetta myndi fréttast út:

Gat ekki sagt neitt

„Þetta er svo leynilegt, ég get ekki einu sinni sagt ykkur hvað nýja verkefnið er. Ég get ekki sagt ykkur fyrir hvern þið vinnið….Þið þurfið að vinna um nætur og helgar, sennilega í tvö ár til að þessi vara verði til.“

Það varð raunin. „iPhone er ástæðan fyrir því að ég er skilinn“ segir einn verkfræðingurinn sem tók þátt í verkefninu. Hann er alls ekki sá eini. En þeir sem tóku þátt í þessu fara í sögubækurnar því að iPhone er áhrifamesti snjallsími sem komið hefur út. 7 grunnútgáfur hafa komið út og salan hefur aukist með hverju árinu.

Richard Williamson er einn af þeim sem tóku þátt í verkefninu. Hann segir að iPhone sé í raun eins og hver önnur Apple-tölva. Að stýrikerfið í símanum sé jafn fullkomið eða fullkomnara en í mörgum heimilistölvum og hugbúnaðurinn sömuleiðis. „En þetta er sama stýrikerfi og við höfum verið að þróa síðastliðin 30 ár.“

The One Device: The Secret History of the iPhone eftir Brian Merchant kemur út þann 20. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“