Leita að manni í Elliðaárdalnum

Ekkert hefur spurst til mannsins í um þrjár vikur

Leitað er að manninum í Elliðaárdalnum.
Elliðaárdalur Leitað er að manninum í Elliðaárdalnum.
Mynd: Mynd úr safni

Talsverður viðbúnaður er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna hefur verið við leit þar.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttavef Vísis að ekkert hafi spurst til mannsins í þrjár vikur. Sagði hann að bifreið sem maðurinn hafði til umráða hefði fundist á svæðinu og því væri leitað þar.

Í samtali við DV sagði Ásgeir að lögregla myndi ekki veita frekari upplýsingar um málið fyrr en á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.