Grunaðir um dópneyslu með börnin í bílnum: Barnavernd tilkynnt um málið

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur var með fimm ára gamlan son sinn með sér í bílnum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér í morgun.

Þar segir einnig að fullorðinn farþegi í bílnum, sem einnig var grunaður um fíkniefnaneyslu, hafi verið með tveggja ára son sinn meðferðis. Lögregla tilkynnti barnaverndaryfirvöldum um atvikið.

Þessu til viðbótar voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 107 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Ökumaðurinn hafði ekki náð 18 ára aldri og var barnaverndarnefnd því gert viðvart.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.