Ekið á hús – Reyndi að hlaupa undan lögreglumönnum – Á annan tug fíkniefnamála

Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi var bifreið ekið á hús við Sléttahraun í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. á fjórða tímanum í nótt reyndi ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, að hlaupa frá lögreglumönnum eftir að þeir stöðvuðu akstur hans á Grensásvegi. Lögreglumennirnir reyndust þó vera betri hlauparar og náðu manninum og handtóku hann.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ölvaður maður handtekinn við veitingahús í Hafnarfirði en hann er grunaður um líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslu.

Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, lenti í umferðaróhappi í Breiðholti í gærkvöldi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Ökumaður, sem er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ók á kyrrstæða bifreið við Laugardalshöll og á brott. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu.

16 mál komu upp í gærkvöldi og nótt í Laugardal sem öll tengjast vörslu fíkniefna.

Brotist var inn í bifreið í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Munum var stolið úr henni og einnig var skráningarmerkjunum stolið af bifreiðinni.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.