fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Árásarmaðurinn í London sagðist vilja „drepa alla múslima“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem ók á hóp fólks fyrir mosku í London í gærkvöldi sagðist vilja „drepa alla múslima“ áður en hópur fólks handsamaði hann. Maðurinn, sem er 48 ára, er einnig sagður hafa hrópað að hann myndi endurtaka leikinn ef hann gæti.

Einn lést og tíu slösuðust þegar maðurinn ók litlum flutningabíl á fólk við mosku í Finsbury Park í gærkvöldi og segir lögregla að árásin beri öll þess merki að hafa verið hryðjuverk.

Að sögn breska blaðsins Guardian reyndi ímam moskunnar að halda hlífiskildi yfir manninum eftir atvikið. Að sögn sjónarvotta gerðu vegfarendur aðsúg að manninum og gerðu sig líklega til að ráðast á hann, en ímaminn er sagður hafa skipað fólki að stoppa. Lögreglu- og sjúkrabílar komu á vettvang skömmu síðar.

Að sögn lögreglu er talið að árásarmaðurinn, sem var hvítur á hörund, hafi verið einn að verki. Lögregla rannsakar hvort um einhverskonar hefndarárás hafi verið að ræða vegna nýlegra atburða í Bretlandi, London og Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu