fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

62 hafa látist í skógareldum í Portúgal

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. júní 2017 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest hefur verið að 62 hafa látist í miklum skógareldum í Portúgal. Flestir hinna látnu brunnu til bana í bílum sínum þegar þeir voru að reyna að flýja eldana. António Costa, forsætisráðherra landsins, segir að skógareldarnir séu mesti harmleikur sögunnar í landinu.

Costa skoðaði hamfarasvæðið í gær og sagði að því loknu að hér væri um einn mesta mannlega harmleik sögunnar í Portúgal að ræða, að minnsta kosti ræki fólk ekki minni til skelfilegri atburða. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Portúgal.

Auk þeirra 62 sem eru látnir þá er vitað að 60 hafa slasast, þar af fjórir slökkviliðsmenn og eitt barn. Fimm af þeim slösuðu eru sagðir í lífshættu.

Eldarnir loga nærri bænum Pedrógão Grande í Leiria-héraðinu en það er um 200 km norðaustan við Lissabon. Eldurinn braust út síðdegis á laugardaginn en lögreglan telur að eldingu hafi slegið niður í tré og þá hafi eldur blossað upp.

Um 700 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og hafa 215 slökkvibíla, þyrlur og flugvélar til afnota í baráttunni. Frakkland og Spánn hafa sent sérútbúnar slökkviflugvélar til Portúgal til aðstoðar.

Mjög heitt er í Portúgal og hefur hitinn víða verið rúmlega 40 gráður en það er óvenjulega heitt á þessum árstíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk