Örmagna göngumaður á Hornströndum

Mynd: Mynd DV

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði ásamt félögum Björgunarfélags Ísafjarðar voru kölluð út fyrir stuttu til að sækja örmagna göngumann á Hornstrandir. Sá virðist meðlimur í gönguhóp sem er á ferð um Hornstrandir en óskað var eftir aðstoð í gegnum neyðarrás skipa frá neyðarskýlinu í Hornvík.

Björgunarskipið er lagt af stað með fimm björgunarmenn um borð en um 3 - 4 klukkustundir tekur að komast á staðinn. Því er ekki hægt að reikna með að skipið komi með göngumanninn aftur til Ísafjarðar fyrr en í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.