Nokkur góð tjaldsvæði sem finna má víðs vegar um landið

Nokkur munur er á verði á milli tjaldstæða -Misjafnt hvort rukkað er fyrir börn

Mynd: © Ingólfur Júlíusson

Nú þegar eru margir farnir að huga að sumarfríinu. Það er misjafnt hvað fólk kýs að gera í sumarfríinu, margir fara í bústað eða halda út fyrir landsteinana, en einnig eru margir sem kjósa að ferðast innanlands og gista á tjaldsvæðum víðs vegar um landið.

DV hefur tekið saman lista yfir nokkur góð tjaldsvæði sem finna má á landinu svo ferðalangar geti glöggvað sig á hvar gott sé að stoppa og reka niður tjaldhælana. Listinn er þó engan veginn tæmandi þar sem um 200 tjaldsvæði eru á landinu.

Í úttektinni er verð á nótt fyrir börn og fullorðna tekið inn í reikninginn sem og önnur aðstaða sem í boði er á svæðinu. Til dæmis rafmagn, heitt vatn og leiksvæði. Aldur barna sem með eru í för getur haft mikil áhrif á verðið og það er mjög mismunandi við hvaða aldur er miðað á hverjum stað.

Upplýsingar eru fengnar af vefnum tjalda.is. Þær eru allar miðaðar við sumarið 2017.

Höfuðborgarsvæðið

Tjaldsvæði Laugardal:

Ein nótt / 2–6 nætur / 7+ nætur: 2.200 kr / 2.100 kr / 1.900 krónur á mann Rafmagn fyrir bíla: 900 krónur á dag Smáhýsi: 14.000 kr. fyrir húsið Internet: Frítt Þvottavél: 700 krónur Þurrkari: 700 krónur Morgunverður: 1.550 krónur á mann

Börn yngri en 13 ára dvelja frítt í fylgd með fullorðnum. Tjaldsvæðið í Laugardal er staðsett við hliðina á Laugardalslaug en auk sundlaugarinnar er einnig stutt í aðra þjónustu og afþreyingu.

Tjaldsvæði Mosskógar:

Verð fyrir fullorðna: 1.500 krónur Verð fyrir börn, yngri en 13 ára: Frítt Rafmagn: 1.000 krónur á dag Þvottavél: 500 krónur Sturta: Frítt Wifi: Frítt

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.