Fréttir

Nokkur góð tjaldsvæði sem finna má víðs vegar um landið

Nokkur munur er á verði á milli tjaldstæða -Misjafnt hvort rukkað er fyrir börn

Kristín Clausen
Sunnudaginn 18. júní 2017 08:00

Nú þegar eru margir farnir að huga að sumarfríinu. Það er misjafnt hvað fólk kýs að gera í sumarfríinu, margir fara í bústað eða halda út fyrir landsteinana, en einnig eru margir sem kjósa að ferðast innanlands og gista á tjaldsvæðum víðs vegar um landið.

DV hefur tekið saman lista yfir nokkur góð tjaldsvæði sem finna má á landinu svo ferðalangar geti glöggvað sig á hvar gott sé að stoppa og reka niður tjaldhælana. Listinn er þó engan veginn tæmandi þar sem um 200 tjaldsvæði eru á landinu.

Í úttektinni er verð á nótt fyrir börn og fullorðna tekið inn í reikninginn sem og önnur aðstaða sem í boði er á svæðinu. Til dæmis rafmagn, heitt vatn og leiksvæði. Aldur barna sem með eru í för getur haft mikil áhrif á verðið og það er mjög mismunandi við hvaða aldur er miðað á hverjum stað.

Upplýsingar eru fengnar af vefnum tjalda.is. Þær eru allar miðaðar við sumarið 2017.

Höfuðborgarsvæðið

Tjaldsvæði Laugardal:

Ein nótt / 2–6 nætur / 7+ nætur: 2.200 kr / 2.100 kr / 1.900 krónur á mann
Rafmagn fyrir bíla: 900 krónur á dag
Smáhýsi: 14.000 kr. fyrir húsið
Internet: Frítt
Þvottavél: 700 krónur
Þurrkari: 700 krónur
Morgunverður: 1.550 krónur á mann

Börn yngri en 13 ára dvelja frítt í fylgd með fullorðnum. Tjaldsvæðið í Laugardal er staðsett við hliðina á Laugardalslaug en auk sundlaugarinnar er einnig stutt í aðra þjónustu og afþreyingu.

Tjaldsvæði Mosskógar:

Verð fyrir fullorðna: 1.500 krónur
Verð fyrir börn, yngri en 13 ára: Frítt
Rafmagn: 1.000 krónur á dag
Þvottavél: 500 krónur
Sturta: Frítt
Wifi: Frítt

Tjaldsvæðið er umlukt trjágróðri og er það hólfað niður. Rafmagn er á svæðinu og er það vaktað. Á svæðinu er einnig salerni, sturtur, rennandi kalt vatn. Einnig er aðstaða til að sitja inni, elda og borða.

Vesturland

Húsafell

Húsafellsskógur tjaldstæði:
Fullorðnir / Börn (7–17ára) 1 nótt: 1.500 / 800 kr.
Fullorðnir / Börn 2 nætur: 3.000 / 1.600kr.
Fullorðnir / Börn 3 nætur: 1.100 / 550 krónur nóttin

Tjaldstæðin eru á miðju orlofssvæðinu og í göngufæri í sundlaug, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á um það bil 110 stæðum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi í um tveggja kílómetra fjarlægð frá þjónustumiðstöðinni. Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld klukkan níu.

Akranes

Verð fyrir fullorðna: 1.200 krónur nóttin (gistináttagjald innifalið)
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 900 krónur nóttin
Rafmagn á sólarhring: 900 krónur
Þvottavél: 400 krónur
Þurrkari: 400 krónur
Þvottaefni: 100 krónur þvotturinn

Vel búið svæði með sturtum og þvottaaðstöðu. Rekstraraðilar leggja sig fram um að halda allri aðstöðu snyrtilegri, og verðlagningu er stillt í hófi. Göngustígar liggja um svæðið til allra átta. Svæðið er einnig áhugavert fyrir fuglaáhugamenn, bæði hvað varðar sjófugl og landfugl.

Vestfirðir

Rauðisandur

Á fallegu grænu túni sem liggur við sandinn, með dásamlegu útsýni að Látrabjargi. Af tjaldsvæðinu er hægt að ganga í allar áttir og upplifa dýralíf og náttúru.
Salerni og sturtuaðstaða fyrir alla, þ.m.t. aðgengi fyrir hjólastóla. Eldunaraðstaða, þvottavélar, útigrill, bekkir, borð og leiksvæði.

Verð fyrir fullorðna: 1.500 krónur nóttin
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri
Rafmagn: 1.000 krónur sólarhringurinn

Bolungarvík

Verð fyrir tjald: 1.100 krónur nóttin
Verð fyrir hjólhýsi, fellihýsi og húsbíla: 2.100 krónur nóttin
Rafmagn: 1.000 kr. á sólarhring
Þvottavél: 1.100 krónur
Sturta í Árbæ: 400 krónur
Frí gisting fjórðu hverja nótt

Tjaldsvæðið er við bakka Hólsár þar sem sundlaugin er. Á tjaldsvæðinu er salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar er einnig hægt að nýta selerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn og útisnúrur, en það er þvottaaðstaða í íþróttahúsinu.

Norðurland

Ásbyrgi

Verð fyrir fullorðna: 1.700 krónur nóttin
Verð fyrir börn, 13–16 ára: 800 krónur
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri
Gistináttagjald er innifalið
Sturtugjald, eitt skipti: 500 krónur
Rafmagn: 1.000 krónur
Afnot af þvottavél: 500 krónur
Afnot af þurrkara: 500 krónur

Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði. Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Rafmagnstengi eru á tjaldsvæðinu (48 tenglar með 1.500 W). Í snyrtihúsi eru fjórar sturtur fyrir hvort kyn, þvottavél og þurrkaðstaða. Útigrill eru á tjaldsvæðinu (kolagrill), leiktæki og áningarborð.

Dalvík

Dvöl fyrir hverja einingu, húsbíl, fellihýsi o.s.frv. kostar 2.500 krónur á nótt
Gjald fyrir tjöld er 1.700 krónur nóttin
Rafmagn kostar 1.000 krónur á nótt á einingu
Gistináttaskattur er 111 kr. fyrir hverja gistieiningu á nótt (er innifalinn í gjaldi)

Ofangreind gjaldskrá gildir ekki frá þriðjudegi til mánudags yfir fiskidagsvikuna.

Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður. Á svæðinu eru salerni og sturta með aðgengi fyrir fatlaða.

Hrafnagil

Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr. á mann
Verð fyrir börn, 15 ára og yngri: Frítt
Hver nótt umfram fyrstu nóttina: 800 kr. á mann
Rafmagn: 700 krónur á dag

Aðstaðan er góð en á svæðinu er rafmagn, heitt og kalt vatn, salerni, sundlaug í næsta nágrenni, þvottavél og leiksvæði.

Hálendið:

Básar

Aðstöðugjald tjaldgesta: 1.500 kr.
Sturta: 500 krónur
Tjaldsvæðið sjálft er á flötum við skálana og í skógi vöxnum lautum. Í skálunum er salerni og svo eru yfirbyggð kolagrill við skálana.

Kerlingarfjöll

Tjöld / tjaldvagnar / fellihýsi / hjólhýsi: 2.000 kr.
Aðgangur að eldhúsi: 450 kr.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs um það bil kílómetra innan við tjaldsvæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, í norðanverðum í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel.

Austurland

Hallormsstaðarskógur: Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö; í Atlavík og Höfðavík

Fullorðnir: 1.400 krónur nóttin
Eldri borgarar og öryrkjar: 900 krónur
Börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri
Rafmagn: 800 krónur
Gistináttagjald er 116 krónur og bætist ofan á verð hér að ofan
Sturta: 500 krónur
Þvottavél og þurrkari: 400 krónur

Á svæðinu eru svo þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum.

Borgarfjörður eystri

Verð fyrir fullorðna: 1.100 krónur
Verð fyrir börn, 14 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 1.000 krónur
Þvottavél: 500 krónur
Sturta: 400 krónur
Gistináttagjald: 111 krónur á gistieiningu
Eldunaraðstaða er í þjónustuhúsinu með rafmagni fyrir smátæki. Í þjónustuhúsinu eru einnig salerni og sturtur

Laugaland

Verð fyrir fullorðna: 1.300 krónur nóttin
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 17 ára og yngri
Rafmagn: 1.000 krónur

Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir börn. Tveir sparkvellir eru á Laugalandi og þrír leikvellir fyrir börn.

Skaftafell

Verð fyrir fullorðna: 1.700 krónur
Verð fyrir börn, 13–16 ára: 800 krónur
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri
Sturtugjald, eitt skipti: 500 krónur
Rafmagn: 1.000 krónur
Afnot af þvottavél: 500 krónur
Afnot af þurrkara: 500 krónur

Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla.

Grindavík

Verð fyrir fullorðinn: 1.389 kr. nóttin (+ 111 kr. gistináttagjald)
Ókeypis fyrir 14 ára og yngri
Fjórða hver nótt ókeypis
Rafmagn kostar 1.020 krónur á sólarhring
Þvottur í þvottavél og þurrkara: 510 krónur
Útleiga á þjónustuhúsi: hálfur dagur, 15.610 kr. og heill dagur 26.010 kr.

Á tjaldsvæðinu eru tvö leiksvæði fyrir börn. Í nýja þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, sturtur, þvottahús og ókeypis aðgangur að interneti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“
Fréttir
í gær

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC
Fréttir
í gær

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“
Fréttir
í gær

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland
Fyrir 2 dögum

Einstakur flokkur

Einstakur flokkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1