Grjóti kastað inn um rúðu á herbergi þar sem ung stúlka svaf

Tilkynnt um tvö skemmdarverk með skömmu millibili í nótt

Mynd: Mynd Sigurður Gunnarsson

Tilkynnt var um tvö skemmdarverk með skömmu millibili í nótt, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Furugrund í Kópavogi.

Klukkan 02.48 barst lögreglu tilkynning um að stórum steini hafi verið kastað í rúðu á herbergi þar sem ung stúlka var sofandi. Að sögn lögreglu þykir mildi að stúlkan hafi ekki slasast, en gerandinn náðist ekki.

Örfáum mínútum síðar, eða klukkan 02.52 var tilkynnt um skemmdarverk við Fururgrund. Þar hafði ungur maður grýtt þrjá bíla og brotið í þeim rúður. Maðurinn fannst ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.