Byssurnar á loft

Rapparinn er áhugasamur um íslenskt þjóðlíf
Emmsjé Gauti Rapparinn er áhugasamur um íslenskt þjóðlíf

Rapparinn Emmsjé Gauti vakti athygli á breyttu hugarfari landans varðandi skotavopnavæðingu lögreglunnar á Twitter-síðu sinni. Rifjaði hann upp skoðanakönnun DV í október 2014 þar sem spurt var hvort auka ætti aðgengi almennra lögreglumanna að skotvopnum. 2.152 atkvæði bárust og voru 78,4 prósent alfarið á móti hugmyndinni. Á dögunum, tæpum þremur árum síðar, spurði DV í annarri könnun hvort það væri rökrétt skref að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum hér á landi. Aftur bárust rúmlega 2.100 atkvæði en núna voru 74,9 prósent hlynnt vopnavæðingunni og 25,1 prósent á móti.

Í október 2014 var yfirgnæfandi meirihluti andsnúinn aðgengi lögreglumanna að skotvopnum.
Allir á móti Í október 2014 var yfirgnæfandi meirihluti andsnúinn aðgengi lögreglumanna að skotvopnum.

Tæpum þremur árum síðar finnst flestum ekkert að því að lögreglumenn séu vopnaðir.
Byssurnar á loft Tæpum þremur árum síðar finnst flestum ekkert að því að lögreglumenn séu vopnaðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.