Ólína Björk safnar fyrir lögmannskostnaði: „Gutti fórnaði sér kannski fyrir stærri málstað“

Kötturinn Gutti hefur verið týndur í 9 daga á flugvellinum í Alicante á Spáni.

„Það er mjög ólíklegt að Gutti okkar finnist á lífi í dag en við getum breytt því kannski þannig að ekkert ykkar lendir í þessu. Gutti fórnaði sér kannski fyrir stærri málstað. Viljið þið kannski reyna stofna reikning í hans nafni því ég vil ekki sjá neinn pening á mínu nafni því þetta er bara sorg og vona að enginn lendi í þessu. Þess vegna þurfum við lögmann, þó dýrt sé,“ skrifar Ólína Björk Kúld Pétursdóttir í Facebook-hópinn Kettir á Facebook.

Líkt og DV hefur fjallað um týndist kötturinn Gutti Diego í flugi Primera Air til Alicante. „Ég get alveg sagt þér að ég vaknaði grátandi í nótt. Þessi köttur er hluti af fjölskyldunni og við biðum spennt eftir því að fá hann út. Það vill enginn taka ábyrgð á þessu klúðri og vitandi hversu lítill í sér hann Gutti er þá veit ég að hann líður vítiskvalir. Ég vona að hann sé dauður,“ sagði Ólína Björk Kúld Pétursdóttir í samtali við DV á dögunum. Ólína segir að Gutti hafi nú verið týndur í 9 daga og hafi þau farið daglega á flugvöllinn í Alicante til að leita að kettinum.

Ólína greinir svo frá því á Facebook í gær að óháður aðili hafi stofnað reikning í nafni kattarins. „Óháður aðili á Íslandi opnaði reikning í nafni Gutta Diego, þetta er reikningsnúmerið og hvernig sem fer því hér er gífurlega heitt núna að þá mun þetta allavega borga lögmannskostnaðinn sem er 123.000 krónur því hann er sá eini sem þorði að taka málið að sér gegn þessu flugfélagi.

Hvernig sem fer með Gutta þá verður það til þess að enginn ykkar mun nokkurn tíma lenda í þessu. Stöndum saman því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Við getum gert þetta saman, látum ekki koma svona fram við dýrin okkar,“ skrifar Ólína.

Söfnunarreikningurinn er 0528-14-405280 og kennitala: 2910632339

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.