fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hvers vegna þetta byssustand?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 16. júní 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Það hlýtur að kalla á umræðu ef svo á að haga til hér á landi að lögregla landsins sé alvopnuð á almenningssamkomum. Með þeirri tilhögun verður mikil breyting á samfélagi sem hefur verið svo friðsamt að talið hefur verið sjálfsagt að lögregla beri ekki vopn nema í undantekningartilvikum og alls ekki á almannafæri.

Vissulega ætti enginn gera athugasemd við það að lögreglan hafi aðgang að vopnum. Það koma því miður upp aðstæður þar sem þörf er á þeim. Það er hins vegar allt annað mál þegar lögreglan mætir alvopnuð á stórhátíðir. Skilaboðin sem verið er að senda geta ekki verið önnur en þau að hætta sé yfirvofandi. Hver finnur til öryggis við slíkar aðstæður?

Einkennilegt hlýtur svo að teljast að borgaryfirvöld, þar á meðal borgarstjóri, skuli frétta af fyrirhuguðum vopnaburði lögreglu í gegnum fjölmiðla. Lögreglan hlýtur að þurfa að rökstyðja það fyrir borgaryfirvöldum og ríkisstjórn af hverju þessar breytingar hafa orðið og hvaða hugsun liggur þar á baki. Ef raunveruleg hryðjuverkaógn er fyrir hendi á ekki halda upplýsingum frá stjórnvöldum heldur skýra og rökstyðja ítarlega hvers vegna allt þetta byssustand sé. Það er ekki einkamál lögregluyfirvalda. Skýringin á ekki að vera „af því bara“.

Of mikil leyndarhyggja hefur hvílt yfir vopnaburði lögreglu og það er stundum eins og mönnum þar á bæ finnist að borgurunum komi hann ekki við. Það er alröng nálgun. Um leið er sjálfsagt að eftirlit sé með störfum lögreglunnar sem á ekki að geta gengið of langt. Því hvar liggja mörkin? Megum við til dæmis búast við því að alvopnuð lögregla mæti á Austurvöll verði þar fjölmennir mótmælafundir og oti vopnum sínum að hávaðaseggjum og rökstyðji afskiptin með því að þeir hafi þótt ógnandi?

Almennum  borgurum víða um heim hefur verið sagt að þeir eigi ekki að breyta lífsvenjum sínum vegna ótta við hryðjuverk og svara eigi slíkri ógn með því að viðhalda opnu lýðræðislegu samfélagi þar sem fólk sé frjálst ferða sinna. Þegar kemur að þessu verkefni, sem er ærið, þá er engin uppgjöf í boði. Við getum ekki látið deigan síga þegar kemur að því að viðhalda dýrmætum gildum. Við verndum þau ekki með byssueign og byssuskotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun