fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gekk um öskrandi, ber að ofan og ógnaði vegfarendum í miðborginni

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2017 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á sjötta tímanum í morgun. Að sögn lögreglu var maðurinn í talsvert annarlegu ástandi, en hann hafði gengið um öskrandi, ber að ofan og verið ógnandi í garð vegfarenda.

Maðurinn var með öllu óviðræðuhæfur sökum ástands og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til víman rennur af honum.

Náðu sér í sólstóla

Þá var tilkynnt um nokkra einstaklinga í Háaleitis- og Bústaðahverfi en þeir höfðu farið inn fyrir girðingu við verslun í hverfinu og tekið þaðan sólstóla. Þegar lögreglu bar að garði sátu þeir í stólunum skammt frá vettvangi. Fólkið skilaði stólunum og var frjálst ferða sinna eftir upplýsingatöku.

Sofnaði undir stýri

Rétt fyrir klukkan sjö í morgun var tilkynnt um umferðarslys á gatnamótum Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Þar hafði fólksbifreið verið ekið aftan á hópferðabifreið. Að sögn lögreglu leikur grunur á að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Kenndi ökumanninum til eymsla í bringu eftir atvikið og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar.

Kom að manni inni í húsinu

Á níunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots inn á heimili í Grafarvogi. Að sögn lögreglu hafði íbúi komið að karlmanni inni í húsinu og náði íbúinn að reka manninn út úr húsinu áður en lögreglan kom á vettvang. Flúði maðurinn svo af vettvangi. Þegar þetta er skráð var ekki búið að finna viðkomandi, þrátt fyrir mikla leit lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis