Féll sex metra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Var á vinnupalli þegar hann datt og lenti á steyptu undirlagi

Vinnuslys varð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni þegar karlmaður féll úr sex metra hæð og lenti á steyptu undirlagi.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn að vinna á vinnupalli í nýbyggingu í flugstöðinni þegar slysið átti sér stað. Hann steig á gluggapóst sem lét undan þunga hans og féll hann fram fyrir sig.

Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á bráðamóttökuna á Landspítala. Ekki er vitað um líðan hans, að sögn lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.