fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

14 ára með fíkniefni – Ökumenn í vímu – Vopnaður ökumaður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júní 2017 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af unglingum við Skógarsel í Breiðholti en ungmennin voru grunuð um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Meint fíkniefni fundust hjá 14 ára stúlku og voru þau haldlögð. Foreldrum hennar og barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málið.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn við Lindargötu en hann er grunaður um eignaspjöll, skemmdarverk á bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu. Á svipuðum tíma höfðu lögreglumenn afskipti af manni í Laugardal en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Um klukkan 18 í gær komu íbúar í húsi í Garðabæ að ókunnugum aðila í húsi þeirra. Hann hljóp á brott og virðist ekki hafa náð að stela neinu.

Á fimmta tímanum í nótt var ökumaður handtekinn á Breiðholtsbraut en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og brot á vopnalögum en hann var með eggvopn meðferðis.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var akstur hópferðabifreiðar stöðvaður á Suðurlandsvegi en hraði bifreiðarinnar mældist 146 km/klst en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn, sem er erlendur, sagði þetta vera eðlilegan hraða á vegum í Evrópu. Skömmu síðar var akstur annars ökumanns stöðvaður á Suðurlandsvegi en sá ók á 123 km/klst og er auk þess grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Fjórir ökumenn voru handtekni í gærkvöldi og nótt, grunaðir um ölvun við akstur. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum.

Þrír ökumenn til viðbótar voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt