fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tara telur að að þyngdartap sé lífeðlisfræðilega ómögulegt nema fyrir 3 til 5 prósent Íslendinga

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, segir frétt Vísis vera hatursáróður

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, telur að þyngdartap sé líffræðilega ómögulegt fyrir nær alla Íslendinga. Hún telur jafnframt að smánun og ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta valdi því að líklegra sé að feitt fólk deyi fyrr en ekki ýmsir sjúkdómar, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki eða krabbamein sem læknar segja að megi rekja beint eða óbeint til offitu.

Gagnrýnir fitufordóma

Þetta segir Tara í athugasemd við frétt Vísis um þá hættu sem fylgir aukakílóum. Í fréttinni er greint frá því að sjö prósent allra dauðsfalla í heiminum megi rekja til fitu eða ofþyngdar. Þrjátíu prósent jarðarbúa glíma við ofþyngd eða offitu.

„Og hver er niðurstaða fréttarinnar? Jú, feitt fólk á bara að hætta þessum aumingjaskap og fara í megrun. Skiptir þar engu máli þó að þyngdartap sé lífeðlisfræðilega ómögulegt nema fyrir 3-5% þjóðarinnar,“ skrifar Tara.

Tara telur að fréttin einkennist af fitufordómum. „Hér er engin gagnrýnin hugsun að baki, niðurstöðu rannsakanda um að verri lífsgæði feitra hljóti að stafa af fitunni sjálfri er endurtekin gagnrýnislaust. Hér er hentuglega skautað fram hjá því að ekki hafi enn tekist að sýna fram á orsakatengsl milli langflestra “offitusjúkdóma” og holdafars. Það eina sem við höfum er fylgni, þ.e. meiri áhætta.

Við vitum ekki nákvæmlega af hverju þessi aukna áhætta stafar. Það er hins vegar hálfvitaleg fullyrðing og gróf mistúlkun á tölfræðilegum fylgnirannsóknum að ætla fitunni einni að valda henni þegar við vitum að svo margir aðrir þættir skapa heildarmyndina,“ skrifar Tara.

„Ógeðslegt“ og „meiðandi“

Líkt og fyrr segir telur Tara að feitt fólk fái verra viðmót frá heilbrigðisstarfsmönnum. „Heilbrigðisstéttir eru líklegri til finnast við ógeðsleg, þær eyða minni tíma með okkur þegar við leitum okkur heilbrigðishjálpar, þær vilja síður snerta líkama okkar og við erum því ólíklegri til að fá læknisskoðun, þær eru líklegri til að gera lítið úr umkvörtunarefnum okkar og skella allri skuld á holdafar okkar.

Þær eru síður líklegar til að ávísa lyfjum og leiðbeiningum því heilbrigðisstarfsmenn álíta okkur óagaðri og heimskari en aðrir sjúklingar. Þessi reynsla veldur síðan því að feitt fólk er ólíklegra til að leita sér læknishjálpar því að það er hætt að trúa því að það hafi nokkuð gagn. Það eina sem það fær er smánun og ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu,“ skrifar Tara.

Tara segir að fréttin sem fjallar um niðurstöðu rannsóknar sem var kynnt á árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni sé hatursáróður. „Ég mótmæli harðlega þessum ógeðslegu og meiðandi skilaboðum ykkar. Ég, ásamt öðrum feitum Íslendingum, erum alveg jafn mikils virði og grennri landar þeirra. Og ég krefst þess að þið hættið þessum ógeðslega hatursáróðri ykkar sem eykur líkur okkar á kerfislægri mismunun, snemmbærum dauðdaga og verri lífsgæðum,” skrifa Tara að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu