fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sauma föt fyrir dóttur Donald Trump: Starfsfólk fær svo illa borgað að það getur ekki haft börn sín hjá sér

Breska blaðið Guardian afhjúpar slæman aðbúnað verkafólks í Indónesíu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk í fataverksmiðju í Subang í Indónesíu, sem sér meðal annars um að framleiða föt fyrir tískufyrirtæki Ivönku Trump, dóttur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, fær mjög lág laun og er undir gríðarlegri pressu um afköst. Þá er hart lagt að starfsmönnum að sitja við sem lengst og fá starfsmenn sérstakan bónus ef þeir sleppa að taka sér hvíldarhlé í vinnunni.

Ráðgjafi föður síns

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Guardian um aðbúnað starfsfólks í umræddri verksmiðju. Auk þess að reka fatafyrirtæki er Ivanka sérstakur ráðgjafi föður síns í embætti Bandaríkjaforseta.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að dæmi séu um að starfsfólk fái svo illa borgað að þeir geti ekki séð börnum sínum farborða, hvað þá búið með þeim undir sama þaki. Launin sem starfsmenn fá í umræddri verksmiðju eru sögð vera með þeim lægstu sem þekkjast í Asíu. Blaðið ræddi við fjölda starfsmanna í umræddri verksmiðju og öllum ber þeim saman um slæman aðbúnað, mikið vinnuálag, léleg laun og óraunhæfar kröfur um afköst.

Launin jafnvel enn lægri

Umfjöllun Guardian um verksmiðjuna í Indónesíu birtist aðeins viku eftir að greint frá slæmum aðbúnaði kínversks starfsfólk í verksmiðju þar í landi sem framleiðir skó fyrir fatalínu Ivönku Trump. Þar voru laun sögð borguð langt undir taxta auk þess sem andlegt ofbeldi í garð vinnufólks var sagt daglegt brauð.

Aðbúnaðurinn í verksmiðjunni í Indónesíu er sagður svipaður og í kínversku verksmiðjunni, en launin eru þó enn lægri. Í grein Guardian er meðal annars rætt við konu, sem kölluð er Alia. Alia er ekki hennar rétta nafn, ekki frekar en annarra sem rætt er við, enda er fólk hrætt við að koma fram undir nafni af ótta við að missa starf sitt.

Alia er gift tveggja barna móðir og býr hún ásamt eiginmanni sínum í lítilli holu sem þau leigja á sem nemur þrjú þúsund krónur á mánuði. Börnin búa ekki hjá þeim enda segir Alia að þau hjónin hafi ekki efni á því. Alia fær sem nemur 17 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir vinnu sína en það eru lögbundin lágmarkslaun í Indónesíu.

Mikill tekjuójöfnuður

Í umfjöllun Guardian er bent á að tekjuójöfnuður sé nær hvergi á byggðu bóli jafn mikill og í Indónesíu. Þar eru dæmi um hálaunastörf en einnig dæmi um láglaunastörf líkt og í umræddri verksmiðju. Enginn þeirra starfsmanna sem Guardian ræddi við höfðu fengið árangurstengda launahækkun, jafnvel þó sumir hefðu verið við störf í áraraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis