fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Norður-Kóreumenn sleppa Otto úr haldi: Sagður hafa legið í dái í eitt ár

Otto Warmbier var handtekinn fyrir að stela áróðursskilti af hóteli

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2017 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier, sem dæmdur var til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu á síðasta ári, er á leið heim til Bandaríkjanna.

Rex Tillersson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í dag og sagði að Warmbier væri á leið til fjölskyldu sinnar í Cincinnati í kvöld.

Washington Post greindi frá því í kjölfarið – og höfðu eftir foreldrum hins 22 ára Bandaríkjamanns – að Otto væri í dái. Sögðust foreldrar hans hafa fengið þau skilaboð frá norðurkóreskum embættismönnum að Otto hefði fengið svokallaða sperðileitrun eftir réttarhöldin í mars í fyrra. Hann hafi fengið svefntöflu í kjölfarið, sofnað og ekki vaknað aftur.

Rex Tillerson minntist ekki á þetta í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla, en sagði að bandarísk yfirvöld myndu halda áfram að vinna að lausn þriggja annarra Bandaríkjamanna sem eru í haldi í Norður-Kóreu.

Otto var handtekinn í höfuðborginni Pyongyang þann 2. janúar 2016, en hann var sakaður um að hafa reynt að stela áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á.

Otto, sem stundaði nám við University of Virginia, kom síðar fram í sjónvarpi í Norður-Kóreu þar sem hann viðurkenndi að hafa stolið skiltinu. Sagði hann að kollegar hans í kirkjusöfnuði hans í Bandaríkjunum hefðu þrýst á hann að koma með minningargrip af einhverju tagi heim.

Otto var 21 árs þegar hann var handtekinn, en hann kom fram í sjónvarpi í febrúarmánuði í fyrra þar sem hann virtist viðurkenna að glæpurinn hefði verið alvarlegur og auk þess þaulskipulagður. „Markmið mitt var að koma óorði á hina vinnandi stétt í Norður-Kóreu.“

Otto var í fimm daga heimsókn til Norður-Kóreu, en hann var stöðvaður af tollyfirvöldum á leið úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum