fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Minna en helmingur karla hlynntir jafnlaunavottun

Auður Ösp
Miðvikudaginn 3. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hluti Íslendinga kveðst hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun. Þetta sýnir nýleg könnun MMR. Rúm 60 prósent landsmanna kváðust frekar eða mjög fylgjandi lögum um jafnlaunavottun en 20 prósent kváðust frekar eða mjög andvíg. Þá kváðust 19 prósent hvorki vera fylgjandi né andvíg.

Karlar reyndust mun líklegri en konur til að vera andvígir. Af karlkyns svarendum kváðust 19 prósent vera mjög andvígir en einungis 5 prósent kvenna. Af konum kváðust 75 prósent vera fylgjandi, þar af 47 prósent mjög fylgjandi. Af körlum kváðust 46 prósent vera fylgjandi, þar af kváðust 26 prósent mjög fylgjandi.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að vera fylgjandi. Kváðust 40 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins vera mjög fylgjandi samanborið við 29 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stjórnendur og æðistu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir eða 42 prósent. Þá reyndust námsmenn og sérfræðingar líklegastir til að vera fylgjandi.

Þá reyndust stuðningsfólk Sjálfstæðis og Framsóknarflokks líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að vera andvíg. Stuðningsfólk Vinstri grænna reyndust jafnframt líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að vera fylgjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“