fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru hetjurnar sem létust við að koma stúlkunum til varnar

Jeremy Joseph Christian verður ákærður fyrir tvö morð og tilraun til manndráps

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. maí 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennirnir sem voru myrtir í Portland á föstudag, þegar þeir reyndu að koma tveimur stúlkum til varnar, hétu Ricky John Best og Taliesin Myrddin Namkei-Meche. Ricky var 53 ára en Taliesin var 23 ára.

Árásarmaðurinn, öfgamaðurinn Jeremy Joseph Christian, hafði ógnað og ráðist á stúlkurnar þegar mennirnir tveir reyndu að koma þeim til hjálpar. Þriðji maðurinn, sem kom einnig til aðstoðar, liggur mikið slasaður á sjúkrahúsi en er þó ekki talinn í lífshættu. Jeremy lagði til þremenninganna með hnífi og var hann handtekinn eftir ódæðisverkið.

Ricky John Best var 53 ára.
Alltaf reiðubúinn að hjálpa Ricky John Best var 53 ára.

Stúlkurnar tvær, sem eru á táningsaldri, voru staddar í lest þegar Jeremy vatt sér upp að þeim og byrjaði að áreita þær, að því er virðist vegna þess að þær voru múslimar. Önnur þeirra var með klút á höfði, svokallaða hijab-slæðu, og var Jeremy, að sögn vitna, með ógnandi tilburði í garð þeirra. Þá komu mennirnir stúlkunum til hjálpar en Jeremy brást við með því að ráðast á þá. Hann verður ákærður fyrir tvö manndráp og tilraun til manndráps.

Hinn 53 ára gamli Ricky John Best var fjögurra barna faðir og fyrrverandi hermaður. Hann var á leið til síns heima eftir vinnu á föstudag þegar atvikið varð. „Hann var alltaf fyrsti maðurinn til að bjóða sig fram ef einhvern vantaði aðstoð. Það kom samstarfsmönnum hans ekki á óvart að hann hefði haft sig í frammi þegar hann sá að stúlkurnar þyrftu á aðstoð að halda,“ segir yfirmaður hans.

Taliesin var 23 ára gamall en hann hafði tiltölulega nýlokið námi í hagfræði. Móðir hans sagði á Facebook-síðu sinni að sonur hennar hefði alltaf verið hetja og yrði minnst fyrir hetjudáð sína. Kallaði hún eftir því að fólk myndi sýna samstöðu og ást í stað þess að svara með ofbeldi eða reiði. Borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, hrósaði mönnunum þremur fyrir það hugrekki sem þeir sýndu og sagðist vonast til þess að gjörðir þeirra yrðu öðrum hvatning.

Þess má geta að GoFund Me-síða hefur verið sett á laggirnar fyrir aðstandendur Ricky og Taliesen. Fleiri tugir milljóna höfðu safnast í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus