fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skoða hvort einn alræmdasti fjöldamorðingi Bretlands hafi líka látið til sín taka í Svíþjóð

Peter Sutcliffe var sakfelldur fyrir að myrða þrettán konur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. maí 2017 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk lögregluyfirvöld, í samvinnu við kollega sína í Bretlandi, skoða nú hvort Peter Sutcliffe, einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Bretlands, hafi einnig myrt tvær konur í Svíþjóð árið 1980. Sutcliffe er stundum kallaður Yorkshire-kviðristan en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi snemma á níunda áratugnum fyrir að myrða þrettán konur og reyna að myrða sjö til viðbótar.

Kvallsposten greindi frá þessari hugsanlegu tengingu á dögunum, en málið varðar óleyst morð á tveimur konum sem fundust, annars vegar í Gautaborg og hins vegar í Malmö, síðsumars 1980. Lík beggja kvennanna fundust á byggingasvæðum í borgunum.

Ástæða þess að Peter er til sérstakrar skoðunar er sú að hann var, að því er virðist, í Svíþjóð á þessum tíma. Vísað er í lista yfir farþega í ferju einni í nágrenni við Malmö en þar má finna nafn Peters á þeim tíma sem talið er að seinni konan hafi verið myrt. Hár sem fannst á líkama hennar var tekið til varðveislu og mun DNA-rannsókn leiða það í ljós hvort Peter hafi verið að verki eða einhver annar.

Peter var dæmdur í tuttugufalt lífstíðarfangelsi á sínum tíma og afplánar hann nú þann dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu