Vel greitt í Garðabæ: Gunnar fær 2,1 milljón á mánuði

Næstlaunahæsti bæjarstjóri landsins – Annar tveggja bæjarstjóra sem fá hærri laun en forsætisráðherra

Bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar Einarsson Bæjarstjóri Garðabæjar.

Fast á hæla Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, kemur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sem fær hæstu föstu launin fyrir bæjarstjórastarfið af öllum, rúmlega 2,1 miljón króna á mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt sem finna má í helgarblaði DV.

DV óskaði eftir og birtir í helgarblaðinu laun og hlunnindi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Upplýsingar sem ekki eru sundurliðaðar í ársreikningum sveitarfélaganna. Þar kemur meðal annars fram að launahæstu bæjarstórar landsins fá hærri laun en forsætisráðherra, nokkrir þeirra launahæstu þiggja bæði full laun sem bæjarstjórar og bæjarfulltrúar.

Munurinn á Gunnari og Ármanni Kr. er hins vegar sá að Gunnar náði ekki inn sem aðalmaður í bæjarstjórn í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er því varamaður og fær aðeins greitt aukalega þegar hann tekur sæti á fundum bæjarstjórnar. Væri hann á fullum bæjarfulltrúalaunum líka væri hann því án vafa launahæsti bæjarstjóri landsins í bæjarfélagi sem telur tæplega 15 þúsund manns. Eins og sjá má í meðfylgjandi upplýsingum frá Garðabæ þá fékk Gunnar tæplega 1,5 milljónir króna í fyrra vegna setu í bæjarstjórn, þar sem hann leysti af Almar Guðmundsson sem var í tímabundnu leyfi. Þá sér Garðabær honum einnig fyrir bifreið, líkt og DV hefur áður greint frá.


2. Garðabær

Bæjarstjóri Gunnar Einarsson

Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 2.117.860

Annað
Bæjarstjóri er varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Ekki er greitt fyrir aðra fundarsetu. Garðabær leggur bæjarstjóra til Land Cruiser-jeppa.

Heildarárslaun 2016: 25.870.935 kr.
Heildarárslaun 2015: 23.950.213 kr.

(Laun fyrir setu á bæjarstjórnarfundum í fyrra námu 1.495.635 kr. Gunnar sat sem bæjarfulltrúi fyrir Almar Guðmundsson sem var í tímabundnu leyfi árið 2016.)

Listann yfir laun fjórtán bæjarstjóra má finna í heild sinni í helgarblaði DV.


Sjá einnig:

Bæjarstjórar á ráðherralaunum

Launahæsti bæjarstjóri landsins: Ármann Kr. fær 2,2 milljónir á mánuði í Kópavogi

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.