fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Reyndu að eignast börn í sautján ár: Eignuðust að lokum sexbura

Taiwo-hjónin eru að springa úr hamingju

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 27. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Ajibola og Adeboye Taiwo frá Nígeríu höfðu reynt að eignast börn í sautján ár án árangurs. Þau voru orðin úrkula vonar þegar þau undirgengust frjósemisaðgerð í VCU Richmond-spítalanum í Virginíufylki í Bandaríkjunum. Fljótlega kom í ljós að meðferðin hafði lukkast og von væri á langþráðu barni þeirra hjóna.

Þau urðu hinsvegar algjörlega dolfallinn í fyrsta sónarnum í nóvember þegar í ljós kom að fjórir hjartslættir greindust. Ljóst var að líf Taiwo-hjónanna var að fara að umbyltast
.
Tveimur mánuðum síðar fóru þau í aðra sónar-myndatöku og þá skyndilega kom í ljós að hjörtun væru sex talsins í allt.

Þann 11.maí síðastliðinn tók fjörtíu manna fæðingarteymi á móti sexburunum eftir rúmlega 30 vikna meðgöngu. Börnin komu í heiminn með keisaraskurði, þrír drengir og þrjár stúlkur. Þrátt fyrir systkinin séu agnarsmá þá fæddust þau öll heilbrigð og braggast vel.

Í fréttatilkynningu frá spítalanum er greint frá því að Ajibola og Adeboye séu að springa úr hamingju og þau séu afar þakklát starfsfólki spítalans.

Ajibola og Adeboye Taiwo með tvo af sexburunum.
Hamingja Ajibola og Adeboye Taiwo með tvo af sexburunum.

„Við erum fjarri heimkynnum okkar en starfsfólkið hefur verið fjölskyldan okkar. Þau komu okkur í gegnum þessa þrekraun. Ég vona að börnin mín eigi eftir að koma á þennan spítala og læri að hugsa um fólk eins og þetta fólk hefur hugsað um okkur,“ sagði Ajibola.

Um afar sjaldgæfan atburð er að ræða. Til að setja hlutina í samhengi þá voru 4 milljónir fæðinga í Bandaríkjunum árið 2015 en af þeim voru aðeins 24 þar sem um fjórbura eða fleiri börn var að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu