Launahæsti bæjarstjóri landsins: Ármann Kr. fær 2,2 milljónir á mánuði í Kópavogi

Fær bæði laun sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi

Bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri Kópavogs.
Mynd: Aðsend: Kópavogsbær

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, er launahæsti bæjarstjóri landsins með rúmar 2,2 milljónir króna á mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt sem finna má í helgarblaði DV.

DV óskaði eftir og birtir í helgarblaðinu laun og hlunnindi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Upplýsingar sem ekki eru sundurliðaðar í ársreikningum sveitarfélaganna. Þar kemur meðal annars fram að launahæstu bæjarstórar landsins fá hærri laun en forsætisráðherra, nokkrir þeirra launahæstu þiggja bæði full laun sem bæjarstjórar og bæjarfulltrúar.

Í tilfelli bæjarstjóra Kópavogs þá fær hann rúmar 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun sem bæjarstjóri, með bifreiðastyrk, en þar sem hann er kjörinn fulltrúi fær hann líka rúmar 317 þúsund krónur á mánuði sem bæjarfulltrúi.
Þetta gera 2.226.185 krónur á mánuði, umtalsvert meira en borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, sem DV upplýsti á dögunum að fær rúmar 2 milljónir á mánuði með öllu. Íbúar í Reykjavík voru í árslok 2016 rúmlega 122 þúsund en í Kópavogi ríflega 34 þúsund.

1. Kópavogur

Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson

Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.908.913 kr.
Laun sem bæjarfulltrúi: 317.272 kr.

Alls á mánuði: 2.226.185 kr.

Annað:
Bæjarstjóri þiggur ekki laun fyrir að vera hafnarstjóri og situr ekki í öðrum nefndum og ráðum. Hann situr fundi bæjarráðs sem bæjarstjóri en er ekki kjörinn í bæjarráð og þiggur þar af leiðandi ekki laun fyrir setuna þar.

Heildarárslaun 2016: 22.722.802 kr.
Heildarárslaun 2015: 21.460.447 kr.
Bifreiðastyrkur innifalinn í upphæðum

Listann yfir laun fjórtán bæjarstjóra má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Sjá einnig:

Bæjarstjórar á ráðherralaunum

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.