fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ömurlegt ónefni: „Ótrúlegt metnaðarleysi fyrir hönd íslenskrar tungu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 26. maí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélag Íslands hefur breytt um nafn og heitir nú Air Iceland Connect. Þykir nafnabreytingin umdeild og hefur víða verið gagnrýnd. Skáldið Þórarinn Eldjárn yrkir níðvísu um breytinguna og þá segir Svanhildur Óskarsdóttir íslenskufræðingur að fyrirtækið sýni af sér ótrúlegt metnaðarleysi.

Svanhildur skrifaði pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Þar greinir hún frá því að henni hafi borist skeyti frá Flugfélagi Íslands um nafnabreytinguna. Svanhildur svaraði um hæl og sagði:

„Ég hef í áranna rás flogið nokkrum sinnum á ári með félaginu. Í öll þau skipti hefur mikill meirihluti farþeganna (stundum allir farþegar) verið Íslendingar. Nafnbreytingin er augljóslega ekki gerð í þeirra þágu, semsagt ekki í þágu ykkar tryggustu viðskiptavina. Þið sýnið móðurmáli okkar nákvæmlega enga virðingu.

Ég býst við að viðbrögð ykkar við þessari aðfinnslu verði að benda á að þið viljið laða erlenda ferðamenn til þess að fljúga með ykkur. Haldið þið virkilega að nafn flugfélagsins sé helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð, þegar fyrir liggur að það er engin samkeppni á þeim flugleiðum innanlands sem þið þjónustið?

Mér finnst augljóst að hér sé hugsunarleti á ferð – en þó fyrst og fremst ótrúlegt metnaðarleysi fyrir hönd íslenskrar tungu.“

Áður hafði Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur gagnrýnt flugfélagið. Í frétt á Eyjunni er haft eftir Rögnvaldi:

„Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með, en það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“

Þá sagði Rögnvaldur einnig:

„hefur breytt nafni sínu í Enrico Ronaldo. Hljómar betur og er miklu markaðsvænna.“

Þórarinn Eldjárn ekki hrifinn

Þórarinn Eldjárn er ekki hrifinn af þessari breytingu en Egill Helgason birtir vísu eftir skáldið á Eyjunni. Vísan hljóðar svo:

Flugfélag Íslands frægt og þekkt
forðum tíð í prakt og mekt
ónefni fékk ömurlegt,
Air Iceland Connect.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“