fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Faðir Eyjólfs fær fullt forræði

Mun búa í Danmörku og fer í skóla í haust – Föðurfjölskyldan þakkar Barnavernd

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. maí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í mars fór ég með Eyjólf til pabba síns [Sigurjóns Elíasar, innsk. blm.] í Danmörku og þar hefur hann dvalið síðan, á meðan málið hefur verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barnaverndarstofu. Í dag fengum við loks þær gleðifréttir að Sigurjón Elías fengi fullt forræði yfir syni sínum. Eyjólfi líður ofsalega vel, hann verður í leikskóla í sumar og byrjar svo í skóla í haust,“ segir Guðný Helga Þórhallsdóttir, föðuramma Eyjólfs, í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

Í tilkynningunni þakkar Guðný Helga barnaverndaryfirvöldum hérlendis fyrir að hafa reynst fjölskyldunni vel. Þá þakkar hún Unnari Þór Sæmundssyni, vini fjölskyldunnar, sem hefur unnið sleitulaust að málinu undanfarna mánuði. „Takk öll fyrir að standa með okkur í gegnum þetta allt saman. Unnar Þór, þú ert gull af manni og ég veit satt að segja ekki hvort þessi niðurstaða hefði komið nema fyrir þig,“ segir Guðný Helga.

Þar með lýkur erfiðu máli sem snerti svo sannarlega við íslensku þjóðinni. Í júlí 2016 birtust fyrstu fréttir af því að móðuramma Eyjólfs, Helena Brynjólfsdóttir, hefði flúið frá Noregi með barnabarn sitt í kjölfar þess að dóttir hennar, Christina Elva, leiddist út í óreglu og missti forræðið yfir syni sínum. Mæðgurnar sáu fram á að Eyjólfi litla yrði komið í fóstur hjá vandalausum í Noregi og við það gátu þær ekki unað. Var látið í ljós skína að Sigurjón Elías, faðir Eyjólfs, vildi ekkert með drenginn hafa.

Upphófst margra mánaða barátta hér heima fyrir dómstólum og í fjölmiðlum. Óhætt er að fullyrða að þjóðin hafi verið afar ósátt við þann raunhæfa möguleika að drengurinn yrði sendur til Noregs enda átti hann fjölmarga ættingja á Íslandi.

Í október 2016 (birti DV viðtal)[http://www.dv.is/frettir/2016/10/14/fadir-eyjolfs-undirbyr-malsokn-gegn-norsku-barnaverndinni/] við Guðnýju Helgu þar sem hún lýsti baráttu sonar síns fyrir forræðinu. Þau höfðu í sameiningu farið til Noregs og fundað með norskum barnaverndaryfirvöldum og ráðgerðu að fara í forræðismál við norska ríkið ef Eyjólfur endaði í fóstri þar. Hefði það gerst hefði Sigurjón Elías ekki fengið að sjá son sinn aftur fyrr en hann hefði náð 18 ára aldri.

Í byrjun nóvember komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu, á grundvelli Haag-samningsins, að norska barnaverndin skyldi fá forræði yfir Eyjólfi og hann skyldi fluttur úr landi eigi síðar en 4. desember 2016.

Af því varð blessunarlega aldrei. DV greindi frá því þann 12. desember að framtíð drengsins yrði á Íslandi en enn ætti eftir að taka ákvörðun um hvort drengurinn yrði settur í fóstur hjá ókunnugum eða ættingjum. Á bak við tjöldin barðist föðurfjölskyldan hins vegar fyrir framtíð Eyjólfs og nú loks er endanlegur sigur hennar staðfestur. Eyjólfur fær að flytja til Danmerkur og alast þar upp hjá föður sínum og fjölskyldu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu