Flott laun í fámennum bæ: Ásgerður fær 1,9 milljónir á Nesinu

Jafngildir því að hvert mannsbarn á Seltjarnarnesi greiði 430 krónur á mánuði

Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásgerður Halldórsdóttir, er fjórði launahæsti bæjarstjóri landsins í úttekt DV með 1,9 milljónir á mánuði; tæpar 1,7 milljónir fyrir að vera bæjarstjóri og rúmar 200 þúsund krónur á mánuði sem bæjarfulltrúi að auki. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt sem finna má í helgarblaði DV.

DV óskaði eftir og birtir í helgarblaðinu laun og hlunnindi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Upplýsingar sem ekki eru sundurliðaðar í ársreikningum sveitarfélaganna. Þar kemur meðal annars fram að launahæstu bæjarstórar landsins fá hærri laun en forsætisráðherra, nokkrir þeirra launahæstu þiggja bæði full laun sem bæjarstjórar og bæjarfulltrúar.

Auk fastra mánaðarlauna upp á 1,9 milljónir króna fær Ásgerður greitt fyrir hvern fund í veitustjórn sem fundar þrisvar til fjórum sinnum á ári og hefur Skoda Octavia-bifreið til umráða frá bæjarfélaginu. Í árslok 2016 bjuggu 4.415 á Seltjarnarnesi og ef við miðum við höfðatölu þá jafngildir það að hvert mannsbarn á Seltjarnarnesi sé að greiða 430 krónur á mánuði í laun til Ásgerðar.


4. Seltjarnarnes:

Bæjarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir

Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.698.055 kr.
Laun sem bæjarfulltrúi: 202.332 kr.

Alls á mánuði: 1.900.387 kr.

Annað:
Greitt fyrir setu í veitustjórn, greitt fyrir hvern fund: 32.066 kr., yfirleitt 3–4 fundir á ári.
Bæjarstjóri hefur Skoda Octavia-bifreið til umráða.

Heildarárslaun 2016: 21.470.880 kr.
Heildarárslaun 2015: 18.869.399 kr.


Listann yfir laun fjórtán bæjarstjóra má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Sjá einnig:

Bæjarstjórar á ráðherralaunum

Launahæsti bæjarstjóri landsins: Ármann Kr. fær 2,2 milljónir á mánuði í Kópavogi

Vel greitt í Garðabæ: Gunnar fær 2,1 milljón á mánuði

Launahæstu bæjarstjórarnir: Haraldur með 1,9 milljónir í Mosfellsbæ

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.