fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Salman Abedi var í Dusseldorf fjórum dögum fyrir ódæðið: Notaði sama sprengiefni og var notað í árásunum í París og Brussel

Skoða hvort hann hafi haft tengsl við öfgafulla íslamista í borginni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á hryðjuverkinu í Manchester á mánudagskvöld, þar sem Salman Abedi sprengdi sig í loft upp, beinist meðal annars að því að varpa ljósi á ferðir hans áður en hann lét til skarar skríða. Breskir fjölmiðlar greina nú frá því að Salman hafi verið í Dusseldorf nokkrum dögum áður en hann framdi voðaverkið.

Skoða hugsanleg tengsl

Vitað er að ófáir öfgafullir íslamistar hafa hafist við í Dusseldorf á undanförnum árum. Þannig sótti Anis Amri, hryðjuverkamaðurinn sem ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í desember, mosku í borginni. Eins og Abedi hafði Amri tengsl við Líbíu en báðir voru fæddir þar. Talið er að Amri hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamenn í Líbíu áður en hann ók á fólkið.

Ekki liggur fyrir hvort mennirnir hafi þekkst eða hvort tengsl séu á milli árásanna, en rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því. Eitt af því sem rennir stoðum undir tengslin er sú staðreynd að sama sprengiefni virðist hafa verið notað af Salman á mánudagskvöld og hryðjuverkamennirnir í París og Brussel notuðu á sínum tíma. Þetta var fullrt í frétt á vef Guardian í morgun.

Faðirinn óbeinn stuðningsmaður Al-Qaeda

Ein kenning er sú að Abedi hafi verið meðlimur í neti öfgafullra íslamista í Þýskalandi, neti sem Mohamed Abrini, einn af hugmyndasmiðunum á bak við voðaverkin í París og Brussel, var einnig meðlimur í.

Faðir Abedi, Ramadan, og yngri bróðir hans, Hashem, eru í haldi lögreglunnar í Líbíu vegna gruns um að hafa haft vitneskju um að voðaverkið í Manchester væri yfirvofandi. Ramadan er sagður hafa verið yfirlýstur stuðningsmaður samtaka sem hafa heitið Al-Qaeda hollustu sína. Þá var eldri bróðir Abedi, Ismail, handtekinn í Manchester en ekki liggur ljóst fyrir hvort hann hafi haft einhverja vitneskju um að árás væri yfirvofandi.

Focus-tímaritið í Þýskalandi sagði í morgun að Abedi hefði ekki verið undir smásjá neinna yfirvalda í Evrópu og því hafi hann átt auðvelt með að ferðast milli Þýskalands og Englands. Þýska hryðjuverkalögreglan skoðar nú hvern Abedi hitti í Dusseldorf í þeirri von að hafa hendur í hári þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis