fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Skelfilegt hjólreiðaslys

Harmleikur án hliðstæðu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt hjólreiðaslys átti sér stað í Søborg í Danmörku í gær, þriðjudag. Talsmaður lögreglunnar sagði að erfitt væri að átta sig á hvað gerðist en hér hafi verið um harmleik án hliðstæðu að ræða. 39 ára, þaulvanur hjólreiðamaður lét lífið í slysinu.

Hjólreiðamaðurinn kom hjólandi eftir Grønnemose Allé en af óþekktum ástæðum hjólaði hann á kyrrstæðan bíl. Höfuð hans lenti á afturrúðu bílsins og hún brotnaði en maðurinn var með reiðhjólahjálm. Maðurinn er talinn hafa misst meðvitund við þetta og féll niður á brotið glerið og skarst á háls.

BT hefur eftir Lars Jørgensen, varðstjóra hjá lögreglunni í vesturhluta Kaupmannahafnar, að erfitt sé að átta sig á atburðarrásinni en hér hafi verið um harmleik án hliðstæðu að ræða.

Engin vitni voru að slysinu og því veit lögreglan ekki af hverju maðurinn hjólaði á bílinn. Eigandi bílsins heyrði þegar rúðan brotnaði og hljóp strax út og veitti reiðhjólamanninum skyndihjálp en því miður tókst ekki að bjarga lífi hans.

„Þetta er einfaldlega hræðilegt. Ég skil ekki hvernig svona getur gerst, þetta er bara eitt stórt slys.“
Sagði Lars Jørgensen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi