fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ógnaði ungum mönnum með skrúfjárni

Tveir menn handteknir á lokuðu svæði í Sundahöfn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn við Grensásveg en hann er sagður hafa ógnað þremur ungum mönnum með skrúfjárni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um brot á vopnalögum, vörslu fíkniefna, hótanir og fleira.´

Skömmu síðar voru tveir menn handteknir þar sem þeir voru komnir inn á lokað athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Um klukkan fjögur í nótt var maður handtekinn við Álagranda en þar var hann að valda ónæði. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu. Skömmu síðar datt kona við Lækjargötu og meiddist á ökkla. Hún fór úr lið. Sjúkraflutningsmenn kipptu henni aftur í lið og fluttu síðan á slysadeild.

Í gærkvöldi var maður handtekinn í heimahúsi í Grafarvogi en hann er grunaður um hótanir og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“