fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Norðmenn vilja háhraðagöng til Kaupmannahafnar: Ferðalagið frá Osló tæki innan við hálftíma

Hugmyndin er hugarsmíð Elon Musk

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur Græningja í Noregi leggur á það áherslu að ný háhraðagöng verði tekin í notkun sem myndu gera fólki kleift að ferðast milli Oslóar og Kaupmannahafnar á tæpum hálftíma.

Hugmyndin er í raun hugarsmíð frumkvöðulsins Elon Musk, stofnanda Tesla, sem vinnur að þróun svokallaðra Hyperloop-háhraðaganga. Hugmyndin er komin ágætlega á veg og eru mögulegar framkvæmdir um slík göng í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar komnar á teikniborðið.

Um er að ræða byltingarkennt samgöngukerfi sem myndi gera almenningi kleift að ferðast á ógnarmiklum hraða milli staða, eða hátt í 970 kílómetra á klukkustund. Í stuttu máli mætti líkja samgöngukerfinu við lest sem komið er fyrir inn í loftþéttu röri. Sérstök tækni myndi gera vagninum kleift að ferðast á hljóðhraða inni í rörinu.

Hugmyndin þykir býsna byltingarkennd enda myndi þetta spara tíma og orku og verða auk þess umhverfisvænna en hefðbundnir samgöngumátar.

Miðað við framangreint myndi það taka fólk um það bil hálftíma að ferðast milli Los Angeles og San Francisco, en vegalengdin á milli þessara tveggja stórborga í Kaliforníu er 560 kílómetrar. Miðað við sömu forsendur myndi það taka um 29 mínútur að ferðast milli Oslóar og Kaupmannahafnar með þessum hætti.

Norska Dagbladet fjallaði um þessa hugmynd Græningja sem kynnt var á landsþingi flokksins í Lillehammer um helgina. Þar fékk hugmyndin góðan hljómgrunn og vonast forsvarsmenn flokksins að hægt yrði að taka slíka lest í notkun innan tuttugu ára, eða eigi síðar en árið 2037. Til stendur að hefja prófanir á lestinni á næstu árum og stefnt er að því að taka uppfinninguna í notkun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2020 – að því gefnu að allt gangi vel.

„Nú þegar við sjáum að þetta er raunveruleikinn en ekki einhver græn fantasía þá teljum við rétt að stökkva á vagninn,“ segir Per Espen Stoknes í samtali við Dagbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat