fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hver var Salman Abedi?

Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sig í loft upp innan um börn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkið í Manchester Arena á mánudagskvöldið er það mannskæðasta í Bretlandi síðan 2005. Bresk yfirvöld skýrðu í gær frá nafni sjálfsvígssprengjumannsins sem sprengdi sig í loft upp á tónleikum Ariana Grande í Manchester Arena. Hann hét Salman Abedi. Sprengjan varð 22 að bana, þar af mörgum börnum. Yngsta fórnarlambið var aðeins 8 ára. En hver var Salman Abedi?

Sprengjan, sem Abedi sprengdi, var heimagerð og full af nöglum, stálkúlum og öðru álíka en markmiðið var að valda sem mestu líkamstjóni og bana sem flestum. Á næstunni mun lögreglan væntanlega kafa enn dýpra í fortíð Abedi til að reyna að sjá af hverju hann framdi þetta hryllilega hryðjuverk sem beindist gegn börnum og ungmennum.

Það sem nú liggur fyrir er að Abedi fæddist 1994 í Manchester. Foreldrar hans eru frá Líbíu en þau höfðu flúið einræðisstjórn Gaddafi og sest að í Bretlandi. Abedi átti þrjú systkin, einn eldri bróður og yngri bróður og systur.
Sky-fréttastofan hefur eftir æskuvini eldri bróður Abedi að Abedi hafi verið „eðlilegur“. Ekkert hafi bent til að hann væri ofbeldismaður, hann hafi alltaf verið vinsamlegur í viðmóti.

Abedi hafði búið á nokkrum stöðum í Fallowfield, hverfi í nágrenni Maine Road leikvangsins. Mikið er af félagslegu húsnæði í hverfinu og eiturlyfjavandi og ofbeldisverk eru til staðar þar eins og í mörgum öðrum hverfum. Hverfið er þó ekki það versta í Manchester og það er ekki gróðrarstía öfgasinna, það er öllu heldur hverfi fólks sem hefur ekki úr miklu að spila fjárhagslega.

Abedi er sagður hafa sótt Didsbury moskuna en þar var eldri bróðir hans sjálfboðaliði og faðir hans sá um að kalla til bæna. Moskan er einnig þekkt sem the Manchester Islamic Centre og það sem þar fer fram er sagt vera „hófsamt og nútímalegt“.

2014 hóf Abedi nám í viðskiptafræði og stjórnun í Salford háskólanum en hætti námi eftir tvö ár.

Undanfarið ár hafði Abedi búið á sama staðnum við Elsmore Road. Einn nágranni hans segir að Abedi hafi verið á ferðinni á undarlegustu tímum sólarhringsins. Hann virðist hafa búið einn en margir heimsóttu hann að sögn nágranna. Abedi virðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við nágranna sína eftir því sem Sky-fréttastofan segir.

En þann 23. maí breyttist allt en þá fór Abedi á tónleika, sem mörg þúsund börn og unglingar sóttu, og sprengdi sprengju. Í kjölfarið lýstu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið því yfir að Abedi hefði verið einn af „hermönnum kalífadæmisins“. Barnamorðingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala