fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hetjurnar frá Manchester

„Ég gæti ekki verið sáttur við mig ef ég hefði skilið börnin eftir svona“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir heimilislausir menn stóðu sig eins og hetjur í kjölfar hryðjuverksins í Manchester Arena á mánudagskvöldið. Þeir hlupu báðir inn í bygginguna eftir sprenginguna til að koma fólki til bjargar. Þetta hefur vakið mikla athygli og fjársöfnun hefur verið hrundið af stað þeim til styrktar. En það voru fleiri en heimilislausu mennirnir sem komu fólki til bjargar, til dæmis amman sem tók 50 börn, sem voru án fylgdarmanna, að sér og fór með inn á hótel og gaf þeim að borða og drekka og huggaði.

Annar heimilislausu mannanna heitir Chris Parker. Hann er 33 ára og hefur búið á götum Manchester í um eitt ár. Hann var við Manchester Arena þegar sprengjan sprakk. Hann hentist um koll þegar hún sprakk en spratt á fætur og hljóp inn í bygginguna til að aðstoða fólk.

Í samtali við breska fjölmiðla sagði Parker að hann hafi fyrst aðstoðað stúlka sem hafði misst báða fætur í sprengingunni.

„Ég sá litla stúlku . . . . hún var ekki með neina fætur. Ég vafði stuttermabol utan um hana og spurði: Hvar eru mamma þín og pabbi? Hún sagði að pabbi hennar væri í vinnu en mamma hennar þarna uppi.“

Parker sagðist telja að móðir stúlkunnar hafi látist af völdum sprengingarinnar.

Því næst fór hann og var hjá konu á sextugsaldri.

„Hún lést í örmum mér. Ég hef ekki getað hætt að gráta.“

Hinn maðurinn, Stephen Jones, er 35 ára. Hann var sofandi nærri Manchester Arena þegar hann vaknaði við sprenginguna. Í samtali við ITV sagðist hann strax hafa hlaupið til aðstoðar.

„Það var fullt af blóðugum börnum, grátandi og öskrandi. Þau þörfnuðust hjálpar. Það var eðlishvötin sem sagði mér að fara og hjálpa þeim.“

Sagði hann og bætti við:

„Við urðum að draga nagla úr handleggjum þeirra og nokkra úr andliti lítillar stúlku. Ég gæti ekki verið sáttur við sjálfan mig ef ég hefði gengið á brott og skilið börnin eftir svona. Það að ég er heimilislaus þýðir ekki að ég sé ekki með hjarta og sé ekki mennskur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala