fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Heimilislausa hetjan í Manchester: Milljónamæringur býður Stephen frítt húsnæði

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Sullivan, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur boðið Stephen Jones, heimilislausum manni sem kom börnum og unglingum til aðstoðar eftir voðaverkin í Manchester á mánudagskvöld, frítt húsnæði næstu mánuði.

Stephen hefur að undanförnu hafist við í nágrenni við tónleikahallarinnar þar sem tónleikar Ariönu Grande fóru fram. Hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að tuttugu og tveir létust og fjölmargir slösuðust. Mikil ringulreið myndaðist í kjölfarið og kom Stephen fjölmörgum börnum til aðstoðar. Hann aðstoðaði til að mynda litla stúlku sem var með sprengjubrot í andlitinu.

Öðrum heimilislausum manni, Chris Parker, hefur verið hampað sem hetju eftir að hann kom ungri stúlku til aðstoðar. Stúlkan missti báðar fætur í sprengingunni og hafði orðið viðskila við foreldra sína. Eðlilega var hún í miklu áfalli en Chris reyndi hvað hann gat að róa hana niður þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Sullivan, eigandi West Ham, og sonur hans hafa boðið Jones frítt leiguhúsnæði til næstu sex mánuða hið minnsta. David yngri sagði á Twitter að hann vildi komast í samband við Stephen. „Menn sem sýna svona óeigingirni þarf að verðlauna,“ sagði David en skömmu síðar tilkynnti hann að þeir feðgar væru komnir í samband við hann.

Þá hefur móðir Parkers stigið fram og sagt að hún vilji endurnýja kynnin við son sinn, en þau hafa ekki talast við svo árum skiptir. Jessica, móðir hans, sagði í viðtali við Manchester Evening News að hún hefði séð mynd af syni sínum á Facebook eftir voðaverkin. Þegar hún las hvað sonur hennar hefði gert hefði hún fyllst stolti. Bætti hún við að hún hefði ekki haft hugmynd um að sonur hennar væri heimilislaus. Þau hefðu ekki talast við lengi og sagði hún í samtali við blaðið að hún myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma syni sínum af götunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna