fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vitni segja frá hryllingnum í Manchester Arena

„Blóðið, hljóðið, líkamshlutarnir“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 07:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkaárásin í Manchester Arena í gærkvöldi var villimannsleg og beindist aðallega gegn börnum og ungmennum enda flestir aðdáendur Ariana Grande ungir að árum. Myndir frá vettvangi sýna vel skelfinguna sem greip um sig þegar fólk reyndi að komast á brott eftir að sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sig í loft upp. Staðfest hefur verið að 22 eru látnir, um 60 særðir. Mörg börn eru meðal fórnarlambanna.

Blaðamenn Daily Mail ræddu við nokkra þeirra sem sluppu lifandi frá hryllingnum í gærkvöldi og eru lýsingar þeirra vægast sagt hræðilegar. Abby Mullen sagði að sprengjan hafi sprungið rétt fyrir framan hana. Húð af fólki og líkamsvessar hafi dreifst um allt og meðal annars lent á henni.

„Ég er enn að finna, guð má vita hvað, í hárinu mínu. Þú reiknar aldrei með að svona lagað komi fyrir þig en þetta sýnir að allir geta lent í þessu. Blóðið, hljóðið og þeir sem hlupu um í örvinglan er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“

Gary Walker var í anddyrinu ásamt eiginkonu sinni þegar sprengjan sprakk en þau voru að sækja tvær dætur sínar. Hann sagði að skyndilega hafi komið mikill glampi og hvellur, síðan reykur. Hann særðist á fæti en eiginkona hans særðist á maga og fótbrotnaði að öllum líkindum. Hann sagði að þau hafi verið um þrjá metra frá sprengjunni og það sé ótrúlegt að þau hafi sloppið svona vel.

Hann sagði að svo virtist sem stálkúlur hafi verið í sprengjunni því slíkar kúlur hafi verið úti um allt eftir sprenginguna. Dætur þeirra hjóna sluppu ómeiddar frá ódæðinu.

Sasina Akhtar sagði að í kjölfar sprengingarinnar hafi hún séð ungar stúlkur, alblóðugar, öskrandi og hlaupandi um. Mikill reykur hafi myndast í byggingunni.

Annar tónleikagestur sagðist hafa séð gæslumenn bera að minnsta kosti fimm slasaða út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“