fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Stundum verða íbúar að standa upp þegar hefðbundnar leiðir duga ekki“

Atli Már Gylfason blaðamaður hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að gefa hvalskoðunarfélagi lélega einkunn á Facebook og Tripadvisor. Reykjaneshöfn situr uppi með milljóna króna kostnað vegna förgunar á flaki félagsins.

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Már Gylfason blaðamaður hvetur alla íbúa Reykjanesbæjar til að gefa hvalaskoðunarfélaginu Gentle Giants lélega einkunn á Facebook og TripAdvisor. Víkurfréttir greindu frá því í gær að félagið hafi losað sig við skuldsett skipsflak á eina krónu og þar með hafi Reykjaneshöfn setið upp með milljóna króna kostnað vegna förgunar á flakinu. Atli Már deilir þessum skilaboðum innan Facebook-hópsins Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Ljóst er að átakið hefur nú þegar haft nokkur áhrif en á einungis ríflega klukkutíma hefur einkunn félagsins á Facebook farið úr um 4.5 stjörnum í 2.8 stjörnur.

Atli Már segir í samtali við DV að það sé algjörlega óþolandi að ferðaþjónustufyrirtæki skilji eftir ruslhaug í höfninni. Kostnaður vegna þess lendi bæði beint og óbeint á íbúum Reykjanesbæjar. „Reykjaneshöfn á í miklum fjárhagserfiðleikum vegna stóriðjunnar í Helguvík og ekki er þetta til að bæta þá stöðu. Stundum verða íbúar að standa upp þegar hefðbundnar leiðir duga ekki til þess að fá svona sóða til að þrífa upp eftir sig. Með því að gefa þeim lélega einkunn á Facebook-síðu þeirra og TripAdvisor geta íbúar komið á framfæri skýrum skilaboðum, bæði til Gentle Giants og þeirra ferðamanna sem hyggjast versla við þá,“ segir Atli Már.

Víkurfréttir greindu frá því í gær að félagið hafi afsalað bátnum, Stormi SH 333, til nýs eiganda á Þingeyri. Báturinn hefur verið í höfninni í næstum áratug. Reykjaneshöfn þurfti að kaupa bátinn, á eina krónu, til þess að geta komið bátnum á land og fargað honum. Víkurfréttir hafa eftir Halldóri Karli Hermannssyni, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, að kostnaður hafnarinnar vegna málsins skipti milljónum króna.

Uppfært kl. 13.38

Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, hefur svarað Atla Má í stöðufærslu hans um málið. Hann gagnrýnir fréttaflutning Víkurfrétta og vonast til að Atli taki til baka áskorun sína. „Mér finnst afskaplega dapurt hvernig þetta mál hefur farið. Umræddur bátur var mér mjög kær. Ég byrjaði minn skipstjórnarferil á honum 21 árs gamall, hugsaði um hann eins og barnið mitt og hann reyndist afar farsæll. Það segir vonandi sitt að hafa átt hann öll þessi ár og staðið við allar skuldbindingar með uppbyggingu í huga; þar til við breyttum okkar áherslum í rekstri fyrirtækisins,“ skrifar Stefán meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“