fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Staðfest að 19 létust og 60 særðust í Manchester

Segja að um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 04:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester hefur nú staðfest að 19 hafi látist og 60 séu særðir eftir sprenginguna við Manchester Arena í gærkvöldi. Þar var tónleikum Ariana Grande nýlokið og voru tónleikagestir á leið út þegar hár hvellur heyrðist, sprenging. Á myndbandsupptökum má sjá að mikil skelfing greip um sig meðal tónleikagesta.

Lögreglan hefur ekki enn staðfest orsakir sprengingarinnar en CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum hjá bandarískum leyniþjónustum þá hafi verið um sjálfsvígssprengjuárás að ræða og að búið sé að bera kennsl á árásarmanninn. Lögreglan í Manchester hefur aðeins staðfest að málið sé rannsakað sem hryðjuverk.

60 sjúkrabílar og tugir lögreglumanna voru sendir á vettvang þegar tilkynning barst um sprenginguna klukkan 22.33 að staðartíma. Samkvæmt frétt Sky þá tekur tónleikahöllin um 22. 000 gesti og má teljast líklegt að höllin hafi verið full en tónleikar söngkonunnar Ariane Grande höfðu farið fram og var nýlokið þegar sprengjan sprakk. Þeir særðu voru fluttir á 6 sjúkrahús í Manchester og nágrenni.

Mikill fjöldi barna og unglinga var á tónleikunum en Ariane Grande er mjög vinsæl hjá yngri kynslóðinni.

Breska þjóðaröryggisráðið kemur saman til fundar klukkan 9 vegna málsins.

Engin samtök hafa lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér en Sky segir að stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið fari mikinn á netinu þessa stundina og gleðjist yfir sprengingunni og mannfallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala