fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ariana Grande aflýsir tónleikaferð sinni í kjölfar hryðjuverksins í Manchester

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 04:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Ariana Grande hefur aflýst því sem eftir er af tónleikaferð hennar um Evrópu í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gærkvöldi. Þar létust að minnsta kosti 19 manns og 60 særðust. Grande átti eftir að koma fram á fleiri tónleikum í Englandi og einnig Belgíu, Póllandi, Þýskalandi og Sviss.

Slúðurvefurinn TMZ segist hafa heimildir fyrir að Grande hafi ákveðið að aflýsa tónleikaferðinni. Grande birti færslu á Twitter í nótt þar sem hún sagðist vera gjörsamlega niðurbrotin og algjörlega orðlaus vegna málsins.

Umboðsmaður hennar, Scooter Braun, sagði að Grande og starfsfólk hennar syrgi þá látnu sem hafi látist í þessari huglausu árás.

TMZ segir að Grande og starfsfólk hennar hafi áhyggjur af öryggi í kringum tónleika hennar og auk þess hafi málið fengið svo á Grande að hún sé ekki fær um að koma fram á tónleikum eins og er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala